Enski boltinn

Blind: Ekki líkja mér við Keane strax

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blind í leik gegn Everton á dögunum.
Blind í leik gegn Everton á dögunum. Vísir/Getty
Daley Blind, varnar- og miðjumaður Manchester United, segir að fjölmiðlar mega ekki ganga yfir strikið og byrja líkja honum strax við United goðsögnina, Roy Keane.

Blind hefur einungis spilað fjóra leiki frá því hann kom frá Ajax í sumar, en honum hefur nú þegar verið líkt við Keane.

„Ég hef aðlagast mjög vel. Robin van Persie hjálpaði mér í byrjun og nú er ég einnig byrjaður að hanga með öðrum leikmönnum."

„Þetta eru allt heimsklassa leikmenn en allir á jörðinni og til að mynda virtist Falcao vera feiminn þegar ég hitti hann fyrst. Það er undir mér komið að ná sömu gæðum og þeir," sagði Blind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×