Erlent

Lögreglustjóri í Írak drepinn í sprengjuárás

Bjarki Ármannsson skrifar
Alls hafa að minnsta kosti 75 manns látið lífið í árásum í Írak um helgina.
Alls hafa að minnsta kosti 75 manns látið lífið í árásum í Írak um helgina. Vísir/AFP
Lögreglustjórinn í Anber-héraði í Írak, þar sem liðsmenn Íslamska ríkisins berjast af fullum krafti um þessar mundir, var í dag drepinn þegar bíll hans var sprengdur í grennd við borgina Ramadí. Þá létu 22 hermenn Kúrda lífið í annarri sprengjuárás í austurhluta Íraks.

BBC greinir frá. Lögreglustjórinn Ahmed Saddag var að sögn yfirvalda í Írak í eftirlitsferð þegar bifreið hans varð fyrir sprengju. Íraksher hefur undanfarna mánuði gengið illa að halda aftur af Íslamska ríkinu, sem lagt hefur undir sig stóran hluta landsins og framið þar alls kyns voðaverk.

Alls hafa að minnsta kosti 75 manns látið lífið í árásum hér og þar um Írak nú um helgina en þrjár bílasprengjur sprungu í höfuðborginni Bagdad í gær.


Tengdar fréttir

Bretar réðust á Íslamska ríkið

Breskar herþotur gerðu í gær árásir á stöðvar Íslamska ríkisins í Írak. Þetta voru fyrstu loftárásir Breta á Íslamska ríkið síðan þeir samþykktu á föstudag að taka þátt í hernaði gegn öfgasamtökunum.

Hart barist í Kobani

Á annan tug manna hafa látið lífið í Tyrklandi í mótmælum gegn aðgerðaleysi tyrkneskra stjórnvalda. Erdogan Tyrklandsforseti segir að loftárásir dugi ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×