Erlent

Hundruð þúsunda flýja óveður í Asíu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Eyðileggingin sem blasir nú við íbúum Indlands er algjör eftir mikil óveður sem gengið hafa þar yfir að undanförnu. Fellibylurinn Hudhud reið yfir austurströnd Indlands um helgina og neyddust hundruð þúsunda til að yfirgefa heimili sín.

Átta létust og óttast er frekara manntjón þegar óveðrið gengur yfir Odissa héraðið í dag.

Þúsundir taka þátt í hreinsunarstarfi sem er þegar hafið og unnið er að því að meta tjónið, en hús, raflínur og vegir eyðilögðust í óveðrinu. Veðurfræðingar telja miklar líkur á flóðum og aurskriðum næstu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×