Guðmundur ekki áfram með Breiðablik | Arnar Grétars tekur við Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2014 15:23 Vísir/Daníel Guðmundur Benediktsson verður ekki áfram þjálfari Breiðabliks en það staðfesti hann á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Guðmundur tók við Blikum af Ólafi Kristjánssyni í byrjun júní eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hans síðustu ár. Hann þjálfaði fyrir það lið Selfoss. Þó nokkrir þjálfarar hafa verið orðaðir við starf hans en samkvæmt heimildum Vísis þykir allra líklegast að Arnar Grétarsson taki við liðinu innan skamms.Uppfært klukkan 15:28 Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Arnar verður þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Blikar þakka Guðmundi Benediktssyni og Willum Þór Þórssyni fyrir sín störf í þágu félagsins.Vísir hafði fyrr í dag greint frá því að Arnar væri áhugasamur um að taka við Blikum sem nú er orðin raunin.Tilkynningin frá Breiðabliki Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Arnar Grétarsson þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu til þriggja ára. Breiðablik er uppeldisfélag Arnars og lék hann síðast með liðinu sumarið 2009 þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Arnar var þá jafnframt aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar, sem þjálfaði liðið. Síðustu ár hefur Arnar stýrt knattspyrnumálum hjá Club Brugge í Belgíu og hafði áður gegnt sömu stöðu hjá AEK í Aþenu. Arnar tekur við starfinu af Guðmundi Benediktssyni. Hann varð aðalþjálfari liðsins á nýafstöðnu tímabili eftir að Ólafur Kristjánsson hvarf til starfa í Danmörku. Tímabundinn samningur við hann og Willum Þór Þórsson, aðstoðarþjálfara, rann út í lok keppnistímabilsins.Mikill fengur að Arnari „Það er mikill fengur að því að fá Arnar aftur til starfa hjá Breiðabliki og fagnaðarefni,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Arnar hefur mikla reynslu af fótboltanum á stóra sviðinu og þekkir líka vel til starfsins hér í Kópavogi. Um leið þökkum við Guðmundi og Willum fyrir gott starf í þágu félagsins. Það var ekki einföld staða sem við blasti þegar Ólafur ákvað að ráða sig til Nordsjælland þegar keppnistímabilið var rétt að byrja. Þeir, ásamt strákunum inni á vellinum, tókust á við það af æðruleysi og tryggðu að Breiðablik spilar áfram á meðal þeirra bestu,“ segir Eysteinn.Ánægður að koma heim „Ég er gríðarlega ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun að koma aftur heim í Kópavoginn. Þetta er krefjandi en jafnframt mjög spennandi verkefni að halda áfram með og reyna að byggja ofan á þá góðu vinnu sem Ólafur, Guðmundur og Willum hafa unnið undanfarin ár fyrir félagið.“Ferill Arnars Á árunum 1988–1997 lék Arnar 139 leiki fyrir Breiðablik og 6 leiki fyrir Leiftur. 1997–2000 lék hann 67 leiki fyrir AEK í Aþenu og varð bikarmeistari með liðinu aldamótaárið. Við tóku 157 leikir fyrir Lokeren í Belgíu á árabilinu 2000-2006. Þá kom hann heim til Breiðabliks og lék 60 leiki á árunum 2006-2009. Arnar lék 71 A-landsleik fyrir Íslands hönd og rúmlega 20 leiki með ungmennaliðum Íslands.Þakka Blikum fyrir mig, óska nýjum þjálfara velfarnaðar í starfi.— Gummi Ben (@GummiBen) October 13, 2014 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson verður ekki áfram þjálfari Breiðabliks en það staðfesti hann á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Guðmundur tók við Blikum af Ólafi Kristjánssyni í byrjun júní eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hans síðustu ár. Hann þjálfaði fyrir það lið Selfoss. Þó nokkrir þjálfarar hafa verið orðaðir við starf hans en samkvæmt heimildum Vísis þykir allra líklegast að Arnar Grétarsson taki við liðinu innan skamms.Uppfært klukkan 15:28 Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Arnar verður þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Blikar þakka Guðmundi Benediktssyni og Willum Þór Þórssyni fyrir sín störf í þágu félagsins.Vísir hafði fyrr í dag greint frá því að Arnar væri áhugasamur um að taka við Blikum sem nú er orðin raunin.Tilkynningin frá Breiðabliki Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Arnar Grétarsson þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu til þriggja ára. Breiðablik er uppeldisfélag Arnars og lék hann síðast með liðinu sumarið 2009 þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Arnar var þá jafnframt aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar, sem þjálfaði liðið. Síðustu ár hefur Arnar stýrt knattspyrnumálum hjá Club Brugge í Belgíu og hafði áður gegnt sömu stöðu hjá AEK í Aþenu. Arnar tekur við starfinu af Guðmundi Benediktssyni. Hann varð aðalþjálfari liðsins á nýafstöðnu tímabili eftir að Ólafur Kristjánsson hvarf til starfa í Danmörku. Tímabundinn samningur við hann og Willum Þór Þórsson, aðstoðarþjálfara, rann út í lok keppnistímabilsins.Mikill fengur að Arnari „Það er mikill fengur að því að fá Arnar aftur til starfa hjá Breiðabliki og fagnaðarefni,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Arnar hefur mikla reynslu af fótboltanum á stóra sviðinu og þekkir líka vel til starfsins hér í Kópavogi. Um leið þökkum við Guðmundi og Willum fyrir gott starf í þágu félagsins. Það var ekki einföld staða sem við blasti þegar Ólafur ákvað að ráða sig til Nordsjælland þegar keppnistímabilið var rétt að byrja. Þeir, ásamt strákunum inni á vellinum, tókust á við það af æðruleysi og tryggðu að Breiðablik spilar áfram á meðal þeirra bestu,“ segir Eysteinn.Ánægður að koma heim „Ég er gríðarlega ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun að koma aftur heim í Kópavoginn. Þetta er krefjandi en jafnframt mjög spennandi verkefni að halda áfram með og reyna að byggja ofan á þá góðu vinnu sem Ólafur, Guðmundur og Willum hafa unnið undanfarin ár fyrir félagið.“Ferill Arnars Á árunum 1988–1997 lék Arnar 139 leiki fyrir Breiðablik og 6 leiki fyrir Leiftur. 1997–2000 lék hann 67 leiki fyrir AEK í Aþenu og varð bikarmeistari með liðinu aldamótaárið. Við tóku 157 leikir fyrir Lokeren í Belgíu á árabilinu 2000-2006. Þá kom hann heim til Breiðabliks og lék 60 leiki á árunum 2006-2009. Arnar lék 71 A-landsleik fyrir Íslands hönd og rúmlega 20 leiki með ungmennaliðum Íslands.Þakka Blikum fyrir mig, óska nýjum þjálfara velfarnaðar í starfi.— Gummi Ben (@GummiBen) October 13, 2014
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56