Guðmundur ekki áfram með Breiðablik | Arnar Grétars tekur við Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2014 15:23 Vísir/Daníel Guðmundur Benediktsson verður ekki áfram þjálfari Breiðabliks en það staðfesti hann á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Guðmundur tók við Blikum af Ólafi Kristjánssyni í byrjun júní eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hans síðustu ár. Hann þjálfaði fyrir það lið Selfoss. Þó nokkrir þjálfarar hafa verið orðaðir við starf hans en samkvæmt heimildum Vísis þykir allra líklegast að Arnar Grétarsson taki við liðinu innan skamms.Uppfært klukkan 15:28 Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Arnar verður þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Blikar þakka Guðmundi Benediktssyni og Willum Þór Þórssyni fyrir sín störf í þágu félagsins.Vísir hafði fyrr í dag greint frá því að Arnar væri áhugasamur um að taka við Blikum sem nú er orðin raunin.Tilkynningin frá Breiðabliki Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Arnar Grétarsson þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu til þriggja ára. Breiðablik er uppeldisfélag Arnars og lék hann síðast með liðinu sumarið 2009 þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Arnar var þá jafnframt aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar, sem þjálfaði liðið. Síðustu ár hefur Arnar stýrt knattspyrnumálum hjá Club Brugge í Belgíu og hafði áður gegnt sömu stöðu hjá AEK í Aþenu. Arnar tekur við starfinu af Guðmundi Benediktssyni. Hann varð aðalþjálfari liðsins á nýafstöðnu tímabili eftir að Ólafur Kristjánsson hvarf til starfa í Danmörku. Tímabundinn samningur við hann og Willum Þór Þórsson, aðstoðarþjálfara, rann út í lok keppnistímabilsins.Mikill fengur að Arnari „Það er mikill fengur að því að fá Arnar aftur til starfa hjá Breiðabliki og fagnaðarefni,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Arnar hefur mikla reynslu af fótboltanum á stóra sviðinu og þekkir líka vel til starfsins hér í Kópavogi. Um leið þökkum við Guðmundi og Willum fyrir gott starf í þágu félagsins. Það var ekki einföld staða sem við blasti þegar Ólafur ákvað að ráða sig til Nordsjælland þegar keppnistímabilið var rétt að byrja. Þeir, ásamt strákunum inni á vellinum, tókust á við það af æðruleysi og tryggðu að Breiðablik spilar áfram á meðal þeirra bestu,“ segir Eysteinn.Ánægður að koma heim „Ég er gríðarlega ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun að koma aftur heim í Kópavoginn. Þetta er krefjandi en jafnframt mjög spennandi verkefni að halda áfram með og reyna að byggja ofan á þá góðu vinnu sem Ólafur, Guðmundur og Willum hafa unnið undanfarin ár fyrir félagið.“Ferill Arnars Á árunum 1988–1997 lék Arnar 139 leiki fyrir Breiðablik og 6 leiki fyrir Leiftur. 1997–2000 lék hann 67 leiki fyrir AEK í Aþenu og varð bikarmeistari með liðinu aldamótaárið. Við tóku 157 leikir fyrir Lokeren í Belgíu á árabilinu 2000-2006. Þá kom hann heim til Breiðabliks og lék 60 leiki á árunum 2006-2009. Arnar lék 71 A-landsleik fyrir Íslands hönd og rúmlega 20 leiki með ungmennaliðum Íslands.Þakka Blikum fyrir mig, óska nýjum þjálfara velfarnaðar í starfi.— Gummi Ben (@GummiBen) October 13, 2014 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Guðmundur Benediktsson verður ekki áfram þjálfari Breiðabliks en það staðfesti hann á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Guðmundur tók við Blikum af Ólafi Kristjánssyni í byrjun júní eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hans síðustu ár. Hann þjálfaði fyrir það lið Selfoss. Þó nokkrir þjálfarar hafa verið orðaðir við starf hans en samkvæmt heimildum Vísis þykir allra líklegast að Arnar Grétarsson taki við liðinu innan skamms.Uppfært klukkan 15:28 Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Arnar verður þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Blikar þakka Guðmundi Benediktssyni og Willum Þór Þórssyni fyrir sín störf í þágu félagsins.Vísir hafði fyrr í dag greint frá því að Arnar væri áhugasamur um að taka við Blikum sem nú er orðin raunin.Tilkynningin frá Breiðabliki Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Arnar Grétarsson þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu til þriggja ára. Breiðablik er uppeldisfélag Arnars og lék hann síðast með liðinu sumarið 2009 þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Arnar var þá jafnframt aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar, sem þjálfaði liðið. Síðustu ár hefur Arnar stýrt knattspyrnumálum hjá Club Brugge í Belgíu og hafði áður gegnt sömu stöðu hjá AEK í Aþenu. Arnar tekur við starfinu af Guðmundi Benediktssyni. Hann varð aðalþjálfari liðsins á nýafstöðnu tímabili eftir að Ólafur Kristjánsson hvarf til starfa í Danmörku. Tímabundinn samningur við hann og Willum Þór Þórsson, aðstoðarþjálfara, rann út í lok keppnistímabilsins.Mikill fengur að Arnari „Það er mikill fengur að því að fá Arnar aftur til starfa hjá Breiðabliki og fagnaðarefni,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Arnar hefur mikla reynslu af fótboltanum á stóra sviðinu og þekkir líka vel til starfsins hér í Kópavogi. Um leið þökkum við Guðmundi og Willum fyrir gott starf í þágu félagsins. Það var ekki einföld staða sem við blasti þegar Ólafur ákvað að ráða sig til Nordsjælland þegar keppnistímabilið var rétt að byrja. Þeir, ásamt strákunum inni á vellinum, tókust á við það af æðruleysi og tryggðu að Breiðablik spilar áfram á meðal þeirra bestu,“ segir Eysteinn.Ánægður að koma heim „Ég er gríðarlega ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun að koma aftur heim í Kópavoginn. Þetta er krefjandi en jafnframt mjög spennandi verkefni að halda áfram með og reyna að byggja ofan á þá góðu vinnu sem Ólafur, Guðmundur og Willum hafa unnið undanfarin ár fyrir félagið.“Ferill Arnars Á árunum 1988–1997 lék Arnar 139 leiki fyrir Breiðablik og 6 leiki fyrir Leiftur. 1997–2000 lék hann 67 leiki fyrir AEK í Aþenu og varð bikarmeistari með liðinu aldamótaárið. Við tóku 157 leikir fyrir Lokeren í Belgíu á árabilinu 2000-2006. Þá kom hann heim til Breiðabliks og lék 60 leiki á árunum 2006-2009. Arnar lék 71 A-landsleik fyrir Íslands hönd og rúmlega 20 leiki með ungmennaliðum Íslands.Þakka Blikum fyrir mig, óska nýjum þjálfara velfarnaðar í starfi.— Gummi Ben (@GummiBen) October 13, 2014
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56