Erlent

Kötturinn stórhækkaði verðið á fasteigninni

Atli Ísleifsson skrifar
Markaðsvirði Tiffany virðist vera um 15 milljónir króna.
Markaðsvirði Tiffany virðist vera um 15 milljónir króna.
Perceval-fjölskyldan í áströlsku borginni Melbourne var búin að vera með hús sitt á sölu um nokkurt skeið og í síðustu viku bárust fyrstu tilboðin. Fljótlega hljóðuðu tilboðin upp á um 216 milljónir króna, en svo fékk fasteignasalinn símtal með fyrirspurn um hvort köttur fjölskyldunnar, Tiffany, mætti fylgja með í kaupunum.

Kaupendurnir sögðust reiðubúnir að greiða fimmtán milljónir meira fyrir eignina auk kattarins þar sem barn kaupendanna hafði tekið sérstöku ástfóstri við köttinn.

Fran Perceval segir í samtali við Herald Sun að Tiffany hafi setið í sófanum þegar mögulegir kaupendur litu við til að skoða eignina. „Fólk gekk framhjá kettinum og klappaði honum. Hún elskaði athyglina.“

Percival-hjónin ákváðu að lokum að þiggja boðið, þó að nítján ára sonur þeirra sem keypti köttinn fyrir fjórum árum hafi verið allt annað en ánægður með ákvörðun foreldra sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×