Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar hættur með ÍBV

Guðmundur Marinó Ingvarsson og Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson er hættur sem þjálfari ÍBV í Pepsí deild karla í fótbolta eftir aðeins eitt ár í starfi. Hann óskaði eftir því að fá að hætta vegna fjölskylduaðstæðna.

Sigurður Ragnar tók við ÍBV fyrir tímabilið og skrifaði undir þriggja ára samning.

Rætt var við Sigurð Ragnar eftir leik ÍBV og Fjölnis og birtum við það viðtal hér innan tíðar.

„Ég tilkynnti stjórninni um ákvörðun mína í vikunni og leikmönnunum eftir leikinn áðan,“ segir Sigurður Ragnar. 

„Ástæðan er vegna fjölskyldu minnar en ég á erfitt með að starfa út Í Vestmannaeyjum allt árið.“

Sigurður var stóran hluta af síðasta vetri í borginni en alls æfðu tíu leikmenn liðsins í Reykjavík um síðasta vetur.

„Nú lítur út fyrir að enginn leikmaður verði í borginni yfir veturinn og því verð ég að hætta með liðið.“

Sigurður segist nú þurfa finna sér nýtt félag til að þjálfa fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×