Erlent

Ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu

Baby Doc
Baby Doc vísir/afp
Jean-Claude Duvalier, eða Baby Doc eins og hann var kallaður,  fyrrverandi einræðisherra á Haiti sem lést í gær eftir hjartaslag átti yfir höfði sér ákæru fyrir glæpi gegn mannkyninu.

Hann var hrakinn frá völdum eftir uppreisn almennings árið 1986 og þar með lauk 28 ára valdaferli hans og föður hans sem stjórnað höfðu landinu af mikilli hörku. Baby Doc tók við völdum af föður sínum látnum aðeins 19 ára gamall árið 1971.

Eftir að hann var hrakinn frá völdum dvaldi hann í 25 ár í Frakklandi áður en hann snéri aftur heim í janúar árið 2011. Í febrúar lýsti dómstóll á Haiti því yfir að Baby Doc kynni að verða ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu samkvæmt alþjóðalögum og dreginn til ábyrgðar fyrir að beita hernum og leynihersveitum gegn almenningi í landinu.


Tengdar fréttir

Baby Doc látinn

Fyrrverandi einræðisherra Haítí, Jean Claude Duvalier, betur þekktur sem Baby Doc, lést í dag. Doc lést úr hjartaáfalli, 63 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×