Erlent

Baby Doc látinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Baby Doc
Baby Doc vísir/afp
Fyrrverandi einræðisherra Haítí, Jean Claude Duvalier, betur þekktur sem Baby Doc, lést í dag. Doc lést úr hjartaáfalli, 63 ára gamall.

Hann var við völd á Haítí frá árinu 1971 þar til hann var hrakinn í útlegð árið 1986. Hann sneri þó aftur til Haítí árið 2011 og sagðist hann hafa gert það til þess að hjálpa landsmönnum sínum við uppbyggingu vegna jarðskjálftans sem reið yfir árið 2010.

Doc komst til valda árið 1971, nítján ára gamall, við andlát föður hans, Papa Doc, en sá hafði stjórnað Haítí frá árinu 1957.

Þeir feðgar stjórnuðu Haítí með harðri hendi og eru sakaðir um gríðarlega spillingu, ofríki og brot á mannréttindum. Talið er að þeir hafi haft miskunnarlausar hersveitir á sínum snærum sem taldar eru hafa myrt þúsundir manna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×