Enski boltinn

Hodgson: Rooney gæti ekki haldið fyrirlestur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Roy Hodgson þjálfari enska landsliðsins í fótbolta segir að „Liverpool framburður“ Wayne Rooney komi í veg fyrir að hann geti haldið fyrirlestur fyrir fullu herbergi af fólki.

Ummæli Hodgson þykja heldur umdeild og ekki líkleg til að falla í kramið hjá íbúum á Merseyside.

„Orðfærni er ofmetinn eiginleiki. Það er til fólk sem kemur vel fyrir sig orði en auðvelt er að misskilja. Svo er annað fólk sem á ekki eins gott með að koma fyrir sig orði en kemur skilaboðum sínum vel til skila,“ sagði Hodgson þegar hann var spurður að því hvort Rooney væri nógu orðfær sem fyrirliði enska landsliðsins.

„Það vita allir að Wayne er ekki einstaklingur, með sinn Liverpool framburð, sem getur staðið fyrir framan fullan sal af fólki og haldið fyrirlestur. Hann þarf þess ekki. Allt sem hann þarf er að gera skilaboð sín til vissra leikmanna skiljanleg,“ sagði landsliðsþjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×