Erlent

Mikið vatnsveður í Japan

Samúel Karl Ólason skrifar
Háar öldur fylgdu hitabeltisstorminum.
Háar öldur fylgdu hitabeltisstorminum. Vísir/AFP
Stór hitabeltisstormur fór yfir Japan í dag og olli þar miklum vatnavöxtum. Að minnsta kosti einn íbúi er látinn og fjöldi fólks slasað vegna veðursins. Hætta þurfti leit að týndum göngumönnum í hlíðum eldfjallsins Ontake en leitarmenn óttast að rigningin geti valdið aurskriðum þar sam fjallið er hulið þykku lagi af ösku.

Þrír menn úr flugher Bandaríkjanna voru nærri herstöð Bandaríkjanna á Okinawa eyju þegar alda dró þá á haf út samkvæmt AP fréttaveitunni. Einn þeirra fannst látinn en hinna er enn saknað. Leit stendur enn yfir en veður hefur gert leitarskilyrði slæm.

Yfirvöld í Japan ráðlögðu allt að tveimur milljónum manna að yfirgefa heimili sín vegna vatnavaxtanna. Hætt var við rúmlega sex hundruð flug til Tókýó og lestir voru stöðvaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×