Enski boltinn

Messan: Afskaplega slakur varnarleikur | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ríkharður Daðason, sérfræðingur Messunnar, var ekki hrifinn af varnarleik Everton í 1-2 tapinu gegn Manchester United um helgina.

Ríkharður fór m.a. yfir varnarleik Everton í fyrra marki United í Messu gærkvöldsins, en honum þótti Brasilíumaðurinn Rafael fá of mikið pláss í aðdraganda marksins.

„Þeir eru þrír inni á miðjunni. Af hverju stígur ekki einn þeirra upp í pressu? Af hverju kemur (Steven) Pienaar sér ekki niður í línuna og lokar þessari sendingu? Þetta er fáránlega einfalt og það er engin pressa á Daley Blind.

„Og svo þegar Rafael fékk boltann - af hverju hleypur Steven Naismith ekki fyrir og pressar á hann. Þetta er afskaplega slakur varnarleikur framarlega á vellinum og United þarf ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði Ríkharður, en í innslaginu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, ræðir hann einnig um sóknarleik Everton gegn tígulmiðju Manchester United.


Tengdar fréttir

Messan: Gylfi tók bara yfir leikinn á móti Newcastle | Myndband

Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Messunni, Bjarni Guðjónsson og Ríkharður Daðason, fóru yfir frammistöðu íslenska landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar í leik Swansea og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Di Maria nýtur hörkunnar í enska boltanum

Argentínski sóknartengiliðurinn Angel di Maria hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United segist njóta hörkunnar og hraðans í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×