Fótbolti

Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil í leiknum gegn Tyrklandi í síðasta mánuði.
Emil í leiknum gegn Tyrklandi í síðasta mánuði. Vísir/Anton Brink
„Af hjartans einlægni langar mig að þakka Tólfunni fyrir frábæra gjöf og ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum. Í þessari landsleikjatörn mun ég spila af öllu hjarta fyrir pabba og veit að hann mun fylgjast með mér og styðja mig eins og hann ávallt gerði úr besta sætinu. Tólfan, takk aftur fyrir stuðninginn.“

Þessi orð skrifaði landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson með mynd sem hann birti á Instagram-síðu sinni í dag. Á myndinni sést Emil, ásamt landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni, með treyju sem Tólfan, stuðningsmannafélag landsliðsins, lét færa Emil til minningar um föður hans sem lést í síðasta mánuði.

Emil, sem leikur með Verona, værður væntanlega í eldlínunni þegar Ísland mætir Lettlandi í Ríga á föstudaginn.



Loading

Af hjartans einlægni langar mig að þakka Tólfunni fyrir frábæra gjöf og ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum. Í þessari landsleikjatörn mun ég spila af öllu hjarta fyrir pabba og veit að hann mun fylgjast með mér og styðja mig eins og hann ávallt gerði úr besta sætinu. Tólfan, takk aftur fyrir stuðninginn. Virðingarfyllst, Emil Hallfreðsson #Tólfan

View on Instagram


Tengdar fréttir

Emil snéri aftur og lagði upp sigurmark

Emil Hallfreðsson lagði upp sigurmark Hellas Verona í 1-0 sigri á Cagliari í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Emils eftir að hann missti föður sinn.

Ákvörðunin að fara til Verona algjör Guðsgjöf

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, er klár í slaginn fyrir nýja undankeppni. Hann grætur ekki tapið gegn Króatíu síðasta vetur heldur lítur á gengi liðsins sem jákvæðan hlut sem hann nýtir sér.

Emil hafði betur gegn Maradona | Myndir

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson tók þátt í mjög sérstökum knattspyrnuleik í gær þar sem hann spilaði meðal annars gegn sjálfum Diego Armando Maradona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×