Emil hafði betur gegn Maradona | Myndir 2. september 2014 11:00 Emil reynir að halda aftur af Maradona í leiknum. vísir/afp Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson tók þátt í mjög sérstökum knattspyrnuleik í gær þar sem hann spilaði meðal annars gegn sjálfum Diego Armando Maradona. Þetta var friðarleikur í Róm sem var skipulagður af Páfanum og Javier Zanetti, varaforseta Inter. Þarna mættust leikmenn úr öllum heimshornum til að leggja sitt af mörkum fyrir friði á Gaza-svæðinu. "Ótrúlegt kvöld sem ég mun aldrei gleyma," skrifaði Emil á Instagram-síðu sína og með fylgdi mynd af honum og besta knattspyrnumanni allra tíma. Það voru engar smá kempur sem tóku þátt í þessum leik. Fyrir utan Emil og Maradona voru á vellinum menn eins og Roberto Baggio, Alessandro del Piero, Carlos Valderrama, Andriy Shevchenko, Zanetti og Gianluigi Buffon. Arsene Wenger stýrði síðan öðru liðinu en það vakti mikla athygli að hann hefði tekið þátt í þessum viðburði á sama tíma og félagaskiptaglugginn var að lokast. Lið Emils hafði betur gegn Maradona og félögum, 6-3, þar sem Mauro Icardi, leikmaður Inter, skoraði þrennu. Stund kvöldsins var þó þegar Maradona lagði upp mark fyrir Baggio. Söngvarinn og bakvörðurinn góðkunni, Jón Ragnar Jónsson, var á meðal áhorfenda og hitti sjálfan Paolo Maldini að því er heimildir Vísis herma. Hér að neðan má sjá myndir af Instagram-síðu Emils og myndband er hann hittir Páfann. Þessum var boðið að taka þátt í leiknum skemmtilega:Andrea Ranocchia, Andrea Pirlo, Fredy Guarìn, Mikel Arteta, Andrés Palop Cervera, Andriy Shevchenko, Antonio Mohamed, Marcos Antonio Senna Da Silva, Arturo Vidal, Carlos Valderrama, Yossi Benayoun, Dudu Aouate, Tomer Hemed, Damiano Tommasi, David Trezeguet, Degu Debebe Gebreyes, Diego Lugano, Diego Simeone, Emil Hallfreðsson, Mauro Icardi, Ricky Alvarez, Juan Pablo Carrizo, Esteban Cambiasso, Fernando Tissone, Ezequiel Schelotto, Ezequiel Lavezzi, Juan Iturbe, Lionel Messi, Javier Mascherano, Maxi Rodríguez, Cristian Ledesma, Yuto Nagatomo, Ivan Zamorano, Ivan Cordoba, Roberto Baggio, Samuel Eto’o, Fernando Muslera, Filippo Inzaghi, Gabriel Heinze, Jose Chamot, Luca Toni, Lucas Podolski, Mesut Özil, Nicola Legrottaglie, Radja Nainggolan, Ronaldinho, Stefano Mauri, Sulley Muntari og Belozoglu Emre.Maradona og Del Piero.Maradona í góðum hópi eftir leik.Maradona liggur og Emil glottir.Maradona sýndi lipra takta.Maradona og Baggio. Þvílíkar goðsagnir.Maradona afhendir landa sínum, Páfanum, argentínska landsliðstreyju.Wenger gefur góð ráð inn í klefa fyrir leik. Hann situr í bás síns gamla lærisveins, Ashley Cole. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson tók þátt í mjög sérstökum knattspyrnuleik í gær þar sem hann spilaði meðal annars gegn sjálfum Diego Armando Maradona. Þetta var friðarleikur í Róm sem var skipulagður af Páfanum og Javier Zanetti, varaforseta Inter. Þarna mættust leikmenn úr öllum heimshornum til að leggja sitt af mörkum fyrir friði á Gaza-svæðinu. "Ótrúlegt kvöld sem ég mun aldrei gleyma," skrifaði Emil á Instagram-síðu sína og með fylgdi mynd af honum og besta knattspyrnumanni allra tíma. Það voru engar smá kempur sem tóku þátt í þessum leik. Fyrir utan Emil og Maradona voru á vellinum menn eins og Roberto Baggio, Alessandro del Piero, Carlos Valderrama, Andriy Shevchenko, Zanetti og Gianluigi Buffon. Arsene Wenger stýrði síðan öðru liðinu en það vakti mikla athygli að hann hefði tekið þátt í þessum viðburði á sama tíma og félagaskiptaglugginn var að lokast. Lið Emils hafði betur gegn Maradona og félögum, 6-3, þar sem Mauro Icardi, leikmaður Inter, skoraði þrennu. Stund kvöldsins var þó þegar Maradona lagði upp mark fyrir Baggio. Söngvarinn og bakvörðurinn góðkunni, Jón Ragnar Jónsson, var á meðal áhorfenda og hitti sjálfan Paolo Maldini að því er heimildir Vísis herma. Hér að neðan má sjá myndir af Instagram-síðu Emils og myndband er hann hittir Páfann. Þessum var boðið að taka þátt í leiknum skemmtilega:Andrea Ranocchia, Andrea Pirlo, Fredy Guarìn, Mikel Arteta, Andrés Palop Cervera, Andriy Shevchenko, Antonio Mohamed, Marcos Antonio Senna Da Silva, Arturo Vidal, Carlos Valderrama, Yossi Benayoun, Dudu Aouate, Tomer Hemed, Damiano Tommasi, David Trezeguet, Degu Debebe Gebreyes, Diego Lugano, Diego Simeone, Emil Hallfreðsson, Mauro Icardi, Ricky Alvarez, Juan Pablo Carrizo, Esteban Cambiasso, Fernando Tissone, Ezequiel Schelotto, Ezequiel Lavezzi, Juan Iturbe, Lionel Messi, Javier Mascherano, Maxi Rodríguez, Cristian Ledesma, Yuto Nagatomo, Ivan Zamorano, Ivan Cordoba, Roberto Baggio, Samuel Eto’o, Fernando Muslera, Filippo Inzaghi, Gabriel Heinze, Jose Chamot, Luca Toni, Lucas Podolski, Mesut Özil, Nicola Legrottaglie, Radja Nainggolan, Ronaldinho, Stefano Mauri, Sulley Muntari og Belozoglu Emre.Maradona og Del Piero.Maradona í góðum hópi eftir leik.Maradona liggur og Emil glottir.Maradona sýndi lipra takta.Maradona og Baggio. Þvílíkar goðsagnir.Maradona afhendir landa sínum, Páfanum, argentínska landsliðstreyju.Wenger gefur góð ráð inn í klefa fyrir leik. Hann situr í bás síns gamla lærisveins, Ashley Cole.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Sjá meira