Erlent

Hundruðir hafa fallið þrátt fyrir vopnahlé

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Að minnsta kosti 331 hafa fallið í átökum í Austur-Úkraínu þrátt fyrir að vopnahlé á milli stjórnarhers Úkraínu og aðskilnaðarsinna. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu þetta í dag og segja átök enn eiga sér stað við borgina Donetsk, Debaltseve og Schastye.

Hart er barist um flugvöllinn í Donetsk, sem nú er í höndum hersins. AP fréttaveitan segir hann ekki mikilvægan hernaðarlega séð, en aðskilnaðarsinnum er illa við að herinn haldi svæði svo nærri höfuðvígi þeirra, Donetsk.

Minnst 3.360 manns hafa fallið í átökunum frá því þau hófust fyrir rúmum sex mánuðum.

Zeid Ra´ad Al Hussein frá Sameinuðu þjóðunum segir að þrátt fyrir að vopnahléið sé stórt skref í áttina að friði, þurfi allir aðilar að hætta átökum. Það sé eina leiðin til að íbúar svæðisins geti átt eðlilegt líf. Þá kallar hann eftir því að árásir á íbúðarhverfi og innviði svæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×