„Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. október 2014 19:51 Vísir/GVA Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um að félagsmálaráðherra hygðist fela Barnaverndarstofu að gera 500 milljóna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi alfarið lagst gegn því, þar sem nýting á úrræðinu sé ófullnægjandi. Auk þess sem staðsetning heimilisins í Skagafirði sé óheppileg í ljósi þess að takmarkaður aðgangur sé að fagfólki á þessu svæði.Er réttlætanlegt að nýta þessa fjármuni með þessum hætti?„Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp. Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að þetta er nánast sama upphæðin og var samið um árið 2012, bara með verðlagsbreytingum og öðru,“ segir Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.Eygló hafnar því að hafa orðið fyrir þrýstingi alþingis- og sveitarstjórnarmanna á norðurlandi um að meðferðarheimilið verði staðsett í Skagafirði. Þá segir hún þessa ráðstöfun ekki hluta af byggðastefnu ríkisstjórnarinnar. „Hins vegar er það auðvitað alltaf þannig að þegar að við tökum ákvarðanir í velferðarráðuneytinu, og svo sem í öðrum ráðuneytum, að þá geta þær verið umdeildar. Það tengist mörgum þeim ákvörðunum sem við höfum verið að taka undanfarið. Hins vegar byggist þetta fyrst og fremst á tillögum barnaverndarstofu sem benti á þetta sem góða bráðabirgðarlausn og síðan erum við núna að vinna og huga að framtíðarfyrirkomulagi,“ segir Eygló. Tengdar fréttir Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00 Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46 Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um að félagsmálaráðherra hygðist fela Barnaverndarstofu að gera 500 milljóna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi alfarið lagst gegn því, þar sem nýting á úrræðinu sé ófullnægjandi. Auk þess sem staðsetning heimilisins í Skagafirði sé óheppileg í ljósi þess að takmarkaður aðgangur sé að fagfólki á þessu svæði.Er réttlætanlegt að nýta þessa fjármuni með þessum hætti?„Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp. Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að þetta er nánast sama upphæðin og var samið um árið 2012, bara með verðlagsbreytingum og öðru,“ segir Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.Eygló hafnar því að hafa orðið fyrir þrýstingi alþingis- og sveitarstjórnarmanna á norðurlandi um að meðferðarheimilið verði staðsett í Skagafirði. Þá segir hún þessa ráðstöfun ekki hluta af byggðastefnu ríkisstjórnarinnar. „Hins vegar er það auðvitað alltaf þannig að þegar að við tökum ákvarðanir í velferðarráðuneytinu, og svo sem í öðrum ráðuneytum, að þá geta þær verið umdeildar. Það tengist mörgum þeim ákvörðunum sem við höfum verið að taka undanfarið. Hins vegar byggist þetta fyrst og fremst á tillögum barnaverndarstofu sem benti á þetta sem góða bráðabirgðarlausn og síðan erum við núna að vinna og huga að framtíðarfyrirkomulagi,“ segir Eygló.
Tengdar fréttir Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00 Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46 Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00
Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46
Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02
Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00
„Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37