Innlent

„Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Vísir/GVA
Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um að félagsmálaráðherra hygðist fela Barnaverndarstofu að gera 500 milljóna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi alfarið lagst gegn því, þar sem nýting á úrræðinu sé ófullnægjandi. Auk þess sem staðsetning heimilisins í Skagafirði sé óheppileg í ljósi þess að takmarkaður aðgangur sé að fagfólki á þessu svæði.

Er réttlætanlegt að nýta þessa fjármuni með þessum hætti?

„Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp. Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að þetta er nánast sama upphæðin og var samið um árið 2012, bara með verðlagsbreytingum og öðru,“ segir Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.

Eygló hafnar því að hafa orðið fyrir þrýstingi alþingis- og sveitarstjórnarmanna á norðurlandi um að meðferðarheimilið verði staðsett í Skagafirði. Þá segir hún þessa ráðstöfun ekki hluta af byggðastefnu ríkisstjórnarinnar.

„Hins vegar er það auðvitað alltaf þannig að þegar að við tökum ákvarðanir í velferðarráðuneytinu, og svo sem í öðrum ráðuneytum, að þá geta þær verið umdeildar. Það tengist mörgum þeim ákvörðunum sem við höfum verið að taka undanfarið. Hins vegar byggist þetta fyrst og fremst á tillögum barnaverndarstofu sem benti á þetta sem góða bráðabirgðarlausn og síðan erum við núna að vinna og huga að framtíðarfyrirkomulagi,“ segir Eygló.


Tengdar fréttir

Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu

Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum.

Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd

Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir.

„Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×