Erlent

Ekki enn kominn út á íslensku

Birta Björnsdóttir skrifar
Nóbelsverðlaunahafinn Patrick Modiano.
Nóbelsverðlaunahafinn Patrick Modiano.
Patrick Modiano varð í dag ellefti Frakkinn til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

Þetta tilkynnti Peter Englund, framkvæmdastjóri sænsku akademíunnar, á blaðamannafundi fyrr í dag.

Modiano er 69 ára gamall en hans fyrsta bók kom út árið 1968. Skáldsögur hans eru í styttri kanntinum en þar verður honum minnisleysi oftar en ekki að yrkisefni, meðal annars í sinni þekktustu bók Missing Person, sem kom út árið 1978. Þá er hernám nasista í Frakklandi oftar en ekki í bakgrunni í sögum hans, en Modiano fæddist í París tveimur mánuðum eftir að síðarri heimsstyrjöldinni lauk.

Bækur Modiano hafa enn ekki verið þýddar á íslensku.

Átján rithöfundar, skáld og fræðimenn skipa Nóbelsakademíuna sem valdi Modiano úr hópi 200 kollega hans sem nefndinni bárust ábendingar um. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×