Erlent

Frakki í höndum vígamanna

Vísir/AFP
Frönskum ríkisborgara hefur verið rænt í Alsír af herskáum íslamistum sem sagðir eru hafa tengsl við hið íslamska ríki í Írak og Sýrlandi. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Frakka en myndbandi hefur verið dreift þar sem maðurinn sést í höndum vígamanna.

Þar er hann látinn biðla til franskra stjórnvalda að láta af loftárásum á ISIS í Írak ella verði hann tekinn af lífi. Utanríkisráðherrann, Laurent Fabius, að myndbandið sýni grimmd samtakanna. Allt kapp verði lagt á að frelsa manninn, en ekki verði látið undan kröfum hryðjuverkamanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.