Enski boltinn

Van Gaal hreinsaði loftið með leikmönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, hélt langan fund eftir 5-3 tap liðsins gegn Leicester um liðna helgi til að hreinsa loftið innan herbúða félagsins.

United komst í 3-1 forystu í leiknum en fékk þá á sig fjögur mörk á 28 mínútum gegn nýliðunum. Tapið var hið neyðarlegasta fyrir United sem er eftir slæma byrjun í neðri hluta deildarinnar á Englandi.

„Svona lagað á ekki að geta gerst,“ sagði Robin van Persie í samtali við enska fjölmiðla í dag. „En þetta gerðist engu að síður. Við verðum að glíma við það.“

„Næsta dag skoðuðum við leikinn betur. Þetta var langur fundur sem tók á. Hann stóð yfir í eina klukkustund eða svo.“

„En við byrjuðum svo upp á nýtt og náðum nokkrum verulega góðum æfingum. Það eru allir klárir í að spila gegn West Ham.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×