Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Fjölnir 2-1 | Fylkir í Evrópu? Árni Jóhannsson á Fylkisvelli skrifar 28. september 2014 13:15 Úr leik liðanna í dag. vísir/pjetur Fylkir heldur Evrópudraumum sínum á lífi í ljósi úrslita á öðrum vígstöðum í dag. Fylkir vann Fjölni 2-1 í Árbænum í dag en Fjölnismenn voru einum manni færri í rúmar 48 mínútur. Fylkir var betri aðilinn í dag en Fjölnir sýndi samt sem áður góð tilþrif. Albert Brynjar Ingason og Andrew Sousa skoruðu mörk heimamanna en Bergsveinn Ólafsson skoraði mark gestanna. Það var boðið upp á flottan fótboltaleik í Árbænum í dag þegar Fylkir tók á móti Fjölni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Fylkir átti fyrir leik stærðfræðilegan séns á Evrópu sæti og Fjölnir þurfti á stigunum að halda í fallbaráttunni. Fyrri hálfleikur bar þess merki að hann skipti máli en það voru Fylkismenn sem byrjuðu af meiri krafti og fyrstu 25 mínúturnar voru þeir með öll völd á vellinum. Yfirburðir heimamanna skiluðu marki á 12. mínútu þegar Albert Brynjar Ingason skoraði mark eftir að boltinn hafði borist til hans á fjærstöng þar sem hann fékk nægan tíma til að taka boltann niður og hamra boltann í hornið á markinu. Gestirnir úr Grafarvoginum hresstust þegar um 25 mínútur voru liðnar af leiknum og náðu að jafna leikinn þegar 38 mínútur voru liðnar af leiknum. Guðmundur Karl Guðmundsson sendi þá flottan bolta inn á teig þar sem Bergsveinn Ólafsson náði að skalla boltann í stöng og fékk hann boltann aftur í sig áður en boltinn lak í net heimamanna. 1-1 en skömmu áður hafði Ragnar Bragi Sveinsson klúðrað dauðafæri fyrir Fylki. Fjórum mínútum síðar dró aftur til tíðinda en þá komst Albert Brynjar Ingason inn fyrir vörn gestanna og sá Atli Már Þorbergsson þann eina kost að fella hann áður en Albert komst inn í teig. Vilhjálmur Alvar dæmdi aukaspyrnu og þar sem Atli var talinn hafa rænt upplögðu marktækifæri þá þurfti dómarinn að reka Atla út af. Réttur dómur og Fjölnismenn orðnir einum færri. Andrew Sousa sá um að framkvæma spyrnuna og sendi hann boltann yfir vegginn í markmannshornið þar sem Þórður Ingason kom engum vörnum við. Glæsilegt mark og heimamenn aftur komnir með forystu. Þar við sat í hálfleik, Fylkismenn einu marki yfir og einum manni fleiri. Seinni hálfleikurinn í Árbæ var ekki jafn viðburðarríkur og sá fyrri. Heimamenn spiluðu af mikilli skynsemi og voru betri aðilinn enda manni fleiri sem gerði Fjölnismönnum mjög erfitt fyrir. Á löngum köflum í hálfleiknum virtis það vera spurning um ekki hvort heldur hvenær heimamenn bættu við marki sem hefði klárað leikinn. En þeir náðu ekki að nýta eitt af fjölmörgum færum sem þeir fengu. Leikurinn virtist síðan fjara út þegar um 75 mínútur voru liðnar og Fylkismenn virtust ætla að sigla stigunum nokkuð þægilega heim. Fjölnir gerði þó lokaatlögu á lokamínútunum en náðu hvorki að skapa sér almennileg færi né að nýta þessu hálffæri sem þeir sköpuðu sér. Fylkismenn voru því fegnir þegar flautað var til leiksloka enda gerir sigur þeirra það að verkum, ásamt úrslitum í öðrum leikjum, að þeir eiga enn tækifæri á að spila í Evrópu á næsta ári. Fjölnismenn þurfa að ná hagstæðum úrslitum í síðustu umferðinni til að tryggja veru sína í efstu deild. Ásmundur Arnarsson: Möguleikinn er til staðar og það gerir lokaumferðina skemmtilega Þjálfari Fylkis var að vonum ánægður með að ná sigri í dag og halda vonum um Evrópusæti á næstu leiktíð á lífi. „Mjög sáttur við stigin sem við fengum. Ég er mjög ánægður með hvernig leikurinn spilaðist heilt yfir en hefði viljað skora meira. Við fengum tækifæri til að skora meira og hefði ég verið rólegri á lokamínútunum ef við hefðu náð einu marki í viðbót. Það mátti lítið út af bera til að Fjölnismenn jöfnuðu. Heilt yfir er ég ánægður með spilamennskuna.“ „Við vorum búnir að vera undir pressu að bjarga okkur og við settum á okkur þá pressu að klára þennan leik til þess að halda uppi möguleika á skemmtilegri lokaumferð. Við stóðumst þá pressu líka þannig að ég er ósammála um að við spilum best pressulausir“, sagði Ásmundur þegar blaðamaður spurði hvort hann væri sammála þeirri staðhæfingu að Fylkir spilaði best án pressu. Ásmundur var einnig spurður hvort að stefnan væri ekki tekin núna á Evrópusætið sem í boði er „Já, við allavega komum okkur í þennan möguleika með því að vinna í dag. Hinsvegar eru önnur lið fyrir ofan okkur í því, þannig að það þarf ýmislegt að falla með okkur. Möguleikinn er til staðar og það gerir lokaumferðina skemmtilega.“ Ásmundur varð hvass við blaðamenn þegar hann var inntur eftir því hvort heimaleikjaruna Fylkis hafi snúið gengi liðsins við um mitt sumar. „Þessi umræða er náttúrulega búin að vera algjörlega út í hött. Þvílíka steypan að fá sjö heimaleiki eða lenda í því að fá sjö heimaleiki. Þetta er ekki þannig, við lentum í því að vellirnir voru ekki tilbúnir í byrjun móts og var tilfellið þannig að við áttum heimaleiki við ÍBV og Þór, þar sem að vellirnir voru klárir og þurftum við ekki fleiri leiki á gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Þannig að við skiptum við þá á heimaleikjum, þar sem að vellirnir þeirra voru tilbúnir en ekki hér og með því spilum við sex útileiki í byrjun móts en um miðbik móts fengum við sjö heimaleiki. Þannig að það voru vallaraðstæður sem réðu þessu en ekki leikjauppröðun KSÍ eða að við höfum verið að lenda í þessu.“Ágúst Gylfason: Framtíð Fjölnis í deildinni í okkar höndum „Þessi leikur var 50/50 fram eftir öllu. Þeir hefðu getað verið komnir í 2-0 en við komum okkur vel inn í þetta þegar við jöfnuðum. Við missum síðan mann af velli og það gerði okkur erfitt fyrir í seinni hálfleik“, sagði þjálfari Fjölnismanna eftir tapið á móti Fylki. „Við ætluðum að sýna þolinmæði og koma í veg fyrir að Fylkir skoraði snemma í síðari hálfleik og freista þess að gera leik úr þessu á síðustu tíu mínútunum. Það lukkaðist vel en það eina sem vantaði var að skora mörk. Maður verður alltaf ósáttur við að fá rautt spjald en ég held að þetta hafi verið réttur dómur.“ Ágúst var spurður hvernig hann myndi leggja lokaumferðina upp. „Það er góð vika framundan núna að næsta leik. Við ætlum að mæta í leikinn af krafti og gera góða hluti í síðasta leiknum. Það þýðir ekkert annað, framtíðin er í okkar höndum og við þurfum að gefa 100% í leikinn og sjá hverju það skilar okkur. Ef það er ekki nóg þá er það bara þannig. Við mætum allavega klárir í leikinn.“ Ágúst var mjög ánægður með stuðninginn sem Fjölnir fékk úr stúkunni en fjöldinn allur af Grafarvogsbúum lagði leið sína í Árbæinn í dag. „Frábær stuðningur sem við fengum og vonast ég til að þetta verðis svona eftir viku líka. Það verður klárlega tólfti maðurinn sem hjálpar okkur að klára þetta verkefni.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Fylkir heldur Evrópudraumum sínum á lífi í ljósi úrslita á öðrum vígstöðum í dag. Fylkir vann Fjölni 2-1 í Árbænum í dag en Fjölnismenn voru einum manni færri í rúmar 48 mínútur. Fylkir var betri aðilinn í dag en Fjölnir sýndi samt sem áður góð tilþrif. Albert Brynjar Ingason og Andrew Sousa skoruðu mörk heimamanna en Bergsveinn Ólafsson skoraði mark gestanna. Það var boðið upp á flottan fótboltaleik í Árbænum í dag þegar Fylkir tók á móti Fjölni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Fylkir átti fyrir leik stærðfræðilegan séns á Evrópu sæti og Fjölnir þurfti á stigunum að halda í fallbaráttunni. Fyrri hálfleikur bar þess merki að hann skipti máli en það voru Fylkismenn sem byrjuðu af meiri krafti og fyrstu 25 mínúturnar voru þeir með öll völd á vellinum. Yfirburðir heimamanna skiluðu marki á 12. mínútu þegar Albert Brynjar Ingason skoraði mark eftir að boltinn hafði borist til hans á fjærstöng þar sem hann fékk nægan tíma til að taka boltann niður og hamra boltann í hornið á markinu. Gestirnir úr Grafarvoginum hresstust þegar um 25 mínútur voru liðnar af leiknum og náðu að jafna leikinn þegar 38 mínútur voru liðnar af leiknum. Guðmundur Karl Guðmundsson sendi þá flottan bolta inn á teig þar sem Bergsveinn Ólafsson náði að skalla boltann í stöng og fékk hann boltann aftur í sig áður en boltinn lak í net heimamanna. 1-1 en skömmu áður hafði Ragnar Bragi Sveinsson klúðrað dauðafæri fyrir Fylki. Fjórum mínútum síðar dró aftur til tíðinda en þá komst Albert Brynjar Ingason inn fyrir vörn gestanna og sá Atli Már Þorbergsson þann eina kost að fella hann áður en Albert komst inn í teig. Vilhjálmur Alvar dæmdi aukaspyrnu og þar sem Atli var talinn hafa rænt upplögðu marktækifæri þá þurfti dómarinn að reka Atla út af. Réttur dómur og Fjölnismenn orðnir einum færri. Andrew Sousa sá um að framkvæma spyrnuna og sendi hann boltann yfir vegginn í markmannshornið þar sem Þórður Ingason kom engum vörnum við. Glæsilegt mark og heimamenn aftur komnir með forystu. Þar við sat í hálfleik, Fylkismenn einu marki yfir og einum manni fleiri. Seinni hálfleikurinn í Árbæ var ekki jafn viðburðarríkur og sá fyrri. Heimamenn spiluðu af mikilli skynsemi og voru betri aðilinn enda manni fleiri sem gerði Fjölnismönnum mjög erfitt fyrir. Á löngum köflum í hálfleiknum virtis það vera spurning um ekki hvort heldur hvenær heimamenn bættu við marki sem hefði klárað leikinn. En þeir náðu ekki að nýta eitt af fjölmörgum færum sem þeir fengu. Leikurinn virtist síðan fjara út þegar um 75 mínútur voru liðnar og Fylkismenn virtust ætla að sigla stigunum nokkuð þægilega heim. Fjölnir gerði þó lokaatlögu á lokamínútunum en náðu hvorki að skapa sér almennileg færi né að nýta þessu hálffæri sem þeir sköpuðu sér. Fylkismenn voru því fegnir þegar flautað var til leiksloka enda gerir sigur þeirra það að verkum, ásamt úrslitum í öðrum leikjum, að þeir eiga enn tækifæri á að spila í Evrópu á næsta ári. Fjölnismenn þurfa að ná hagstæðum úrslitum í síðustu umferðinni til að tryggja veru sína í efstu deild. Ásmundur Arnarsson: Möguleikinn er til staðar og það gerir lokaumferðina skemmtilega Þjálfari Fylkis var að vonum ánægður með að ná sigri í dag og halda vonum um Evrópusæti á næstu leiktíð á lífi. „Mjög sáttur við stigin sem við fengum. Ég er mjög ánægður með hvernig leikurinn spilaðist heilt yfir en hefði viljað skora meira. Við fengum tækifæri til að skora meira og hefði ég verið rólegri á lokamínútunum ef við hefðu náð einu marki í viðbót. Það mátti lítið út af bera til að Fjölnismenn jöfnuðu. Heilt yfir er ég ánægður með spilamennskuna.“ „Við vorum búnir að vera undir pressu að bjarga okkur og við settum á okkur þá pressu að klára þennan leik til þess að halda uppi möguleika á skemmtilegri lokaumferð. Við stóðumst þá pressu líka þannig að ég er ósammála um að við spilum best pressulausir“, sagði Ásmundur þegar blaðamaður spurði hvort hann væri sammála þeirri staðhæfingu að Fylkir spilaði best án pressu. Ásmundur var einnig spurður hvort að stefnan væri ekki tekin núna á Evrópusætið sem í boði er „Já, við allavega komum okkur í þennan möguleika með því að vinna í dag. Hinsvegar eru önnur lið fyrir ofan okkur í því, þannig að það þarf ýmislegt að falla með okkur. Möguleikinn er til staðar og það gerir lokaumferðina skemmtilega.“ Ásmundur varð hvass við blaðamenn þegar hann var inntur eftir því hvort heimaleikjaruna Fylkis hafi snúið gengi liðsins við um mitt sumar. „Þessi umræða er náttúrulega búin að vera algjörlega út í hött. Þvílíka steypan að fá sjö heimaleiki eða lenda í því að fá sjö heimaleiki. Þetta er ekki þannig, við lentum í því að vellirnir voru ekki tilbúnir í byrjun móts og var tilfellið þannig að við áttum heimaleiki við ÍBV og Þór, þar sem að vellirnir voru klárir og þurftum við ekki fleiri leiki á gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Þannig að við skiptum við þá á heimaleikjum, þar sem að vellirnir þeirra voru tilbúnir en ekki hér og með því spilum við sex útileiki í byrjun móts en um miðbik móts fengum við sjö heimaleiki. Þannig að það voru vallaraðstæður sem réðu þessu en ekki leikjauppröðun KSÍ eða að við höfum verið að lenda í þessu.“Ágúst Gylfason: Framtíð Fjölnis í deildinni í okkar höndum „Þessi leikur var 50/50 fram eftir öllu. Þeir hefðu getað verið komnir í 2-0 en við komum okkur vel inn í þetta þegar við jöfnuðum. Við missum síðan mann af velli og það gerði okkur erfitt fyrir í seinni hálfleik“, sagði þjálfari Fjölnismanna eftir tapið á móti Fylki. „Við ætluðum að sýna þolinmæði og koma í veg fyrir að Fylkir skoraði snemma í síðari hálfleik og freista þess að gera leik úr þessu á síðustu tíu mínútunum. Það lukkaðist vel en það eina sem vantaði var að skora mörk. Maður verður alltaf ósáttur við að fá rautt spjald en ég held að þetta hafi verið réttur dómur.“ Ágúst var spurður hvernig hann myndi leggja lokaumferðina upp. „Það er góð vika framundan núna að næsta leik. Við ætlum að mæta í leikinn af krafti og gera góða hluti í síðasta leiknum. Það þýðir ekkert annað, framtíðin er í okkar höndum og við þurfum að gefa 100% í leikinn og sjá hverju það skilar okkur. Ef það er ekki nóg þá er það bara þannig. Við mætum allavega klárir í leikinn.“ Ágúst var mjög ánægður með stuðninginn sem Fjölnir fékk úr stúkunni en fjöldinn allur af Grafarvogsbúum lagði leið sína í Árbæinn í dag. „Frábær stuðningur sem við fengum og vonast ég til að þetta verðis svona eftir viku líka. Það verður klárlega tólfti maðurinn sem hjálpar okkur að klára þetta verkefni.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira