Íslenski boltinn

Aron mun spila með Víkingum í lokaumferðinni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron Elís
Aron Elís vísir/gva
Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hyggst Víkingur tefla fram sóknartengiliðnum Aroni Elísi Þrándarsyni í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta þrátt fyrir að vera búið að taka tilboði Álasunds í leikmanninn unga.

Aron Elís hefur verið meiddur síðustu vikur og hefur lítið gengið hjá Víkingi án hans. Gríðarlega mikið er í húfi því vinni Víkingur Keflavík í síðustu umferðinni á laugardaginn leikur liðið í undankeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð.

Ljóst er þó að Víkingur teflir á tvær hættur með að leika Aroni því það gæti sett hugsanlega sölu á honum til Noregs í uppnám meiðist hann í leiknum. Aron á sjálfur eftir að semja við Álasund og er enn leikmaður Víkings sem er í fullum rétti til að leika honum.

Tapi Víkingur í Keflavík geta bæði Valur og Fylkir komist upp fyrir liðið og hrifsað til sín Evrópusætið eftirsótta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×