Enski boltinn

Ramsey tæpur fyrir stórleikinn gegn Manchester City

Aaron Ramsey er gríðarlega mikilvægur Arsenal-liðinu.
Aaron Ramsey er gríðarlega mikilvægur Arsenal-liðinu. Vísir/Getty
Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal, er tæpur fyrir stórleik helgarinnar þegar Arsenal tekur á móti Manchester City í hádeginu á laugardaginn. Ramsey fór meiddur af velli í uppbótartíma í leik Andorra og Wales í gær.

Ramsey hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir lið Arsenal undanfarna 14 mánuði en hann hefur skorað tvö mörk í þremur leikjum liðsins á þessu tímabili, þar af sigurmarkið í fyrsta leiknum.

„Það var sparkað í hann og hann fann til í ökklanum og ég ákvað að taka hann strax af velli enda engin ástæða til að taka einhverjar áhættur með hann. Hann verður vonandi búinn að ná sér fyrir helgina en það kemur í ljós á næstu sólarhringum,“ sagði Chris Coleman, þjálfari Wales, eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×