Enski boltinn

Woodward: Markmiðið er að ná þriðja sæti

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ed Woodward og Angel Di Maria er argentínski kantmaðurinn skrifaði undir hjá Manchester United.
Ed Woodward og Angel Di Maria er argentínski kantmaðurinn skrifaði undir hjá Manchester United. Vísir/Getty
Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United telur að liðið muni komast aftur á sinn stall innan skamms þrátt fyrir að hafa byrjað tímabilið illa.

Gengi liðsins á síðasta tímabili undir stjórn David Moyes þótti ófullnægjandi en liðið missti af sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn í langan tíma.

Louis Van Gaal tók við taumunum í sumar og hefur hann styrkt liðið gríðarlega en inn um dyrnar hafa komið þeir Angel Di Maria, Daley Blind, Luke Shaw, Ander Herrera, Marcos Rojo og Radamel Falcao.

„Það er góð stemming í hópnum og ég er viss um að Louis nær að snúa genginu við innan skamms og við munum berjast um alla titla sem eru í boði. Ferilskrá hans talar fyrir sjálfa sig þegar kemur að því og markmiðið er að ná þriðja sæti," sagði Woodward í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×