Enski boltinn

Man. Utd hentar mér betur en Real Madrid

Falcao á æfingu hjá Man. Utd.
Falcao á æfingu hjá Man. Utd. vísir/getty
Það kom nokkuð á óvart þegar Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao gekk í raðir Man. Utd þegar flestir héldu að hann væri á leið til Real Madrid.

Sjálfur segist leikmaðurinn vera hæstánægður með þessi málalok og segir leikstíl United henta sér betur.

„Ég vil ekki tala um Real. Ég er mjög ánægður hjá United og trúi á það verkefni sem er í gangi. United spilar þann bolta sem hentar mér best og ég er viss um að ég tók rétta ákvörðun að koma hingað," sagði Falcao.

„Þetta er stór áskorun fyrir mig enda hefur mig alltaf dreymt um að spila fyrir félag eins og Man. Utd. Ég verð vonandi hérna í mörg ár og mun skrifa mig í sögubækur félagsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×