Enski boltinn

Courtois framlengir við Chelsea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning hjá Chelsea eftir að hafa hrifsað til sín byrjunarliðssæti liðsins af Petr Cech í upphafi tímabilsins.

Courtois hefur verið á mála hjá Chelsea allt frá árinu 2011 þegar félagið keypti hann frá Genk í Belgíu. Hann eyddi fyrstu þremur árum ferilsins hjá Atletico Madrid þar sem hann leysti David De Gea af og varð einn besti markvörður Evrópu.

Mikið var ritað og rætt um markvarðastöðuna hjá Chelsea í sumar en Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að treysta Courtois fyrir byrjunarliðssæti og ýtti Cech út úr byrjunarliðinu eftir tíu ár sem aðal markvörður Chelsea.

„Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning til fimm ára. Framtíð mín er á hreinu og núna get ég einbeitt mér að því að fullu að standa mig vel fyrir Chelsea og reyna að berjast um titla.“

Courtois hefur leikið allar mínúturnar í fyrstu þremur leikjum Chelsea á tímabilinu en félagið situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×