Enski boltinn

Cleverley fékk nóg af stuðningsmönnum Manchester United

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tom Cleverley í treyju Aston Villa.
Tom Cleverley í treyju Aston Villa. Vísir/Getty
Tom Cleverley, leikmaður Manchester United sem er þessa dagana á láni hjá Aston Villa, telur að ferli sínum hjá Manchester United sé lokið.

Cleverley sem ólst upp hjá Manchester United hefur legið undir mikilli gagnrýni frá stuðningsmönnum liðsins undanfarin ár og gekk hann til liðs við Aston Villa á lánssamningi undir lok félagsskiptagluggans.

„Það er sárt að lenda í því að eigin stuðningsmenn snúist gegn þér. Ég veit að það er ekki hægt að gleðja alla stuðningsmenn en það er gott að komast undan allri þessari neikvæðu umfjöllun,“ sagði Cleverley sem á eitt ár eftir af samningi sínum og telur hann fullvíst að hann snúi ekki aftur á Old Trafford.

„Ég geri ráð fyrir því að ég muni ekki aftur leika fyrir Manchester United. Louis Van Gaal er búinn að segja mér að ég sé ekki í áætlunum hans þrátt fyrir að ég hafi staðið mig vel á undirbúningstímabilinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×