Innlent

Farmur Akrafells losaður á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Akrafell, flutningaskip Samskipa, strandaði við Vattarnes í liðinni viku.
Akrafell, flutningaskip Samskipa, strandaði við Vattarnes í liðinni viku. Vísir/Gunnar Gunnarsson
Gert er ráð fyrir að farmur um borð í skipinu Akrafelli verði losaður á Reyðarfirði á morgun, laugardag. Áætlað er að draga skipið að Mjóeyri við Reyðarfjörð. Skipið hefur verið við bryggju á Eskifirði undanfarna daga þar sem unnið hefur verið við að þétta skipið og koma í veg fyrir frekara tjón og fyrirbyggja mengun.

„Undirbúningur og framkvæmd á flutningi skipsins er unnin í samráði við hlutaðeigandi aðila,“ segir í tilkynningu frá Samskipum.

Akrafell, flutningaskip Samskipa, strandaði við Vattarnes í liðinni viku. Að sögn hefur dæling úr skipinu gengið vel og tæknimenn vinna að því lágmarka tjón í vélarrúmi.

Í tilkynningunni segir að dráttarbátur frá Höfn í Hornafirði, Björn Lóðs og Björgunarskipið Vöttur muni aðstoða við flutning á Akrafellinu frá Eskifirði til Reyðarfjarðar.


Tengdar fréttir

Tjónið óljóst

Forstjóri Samskipa, Pálmar Óli Magnússon, segist enga hugmynd hafa um hversu mikið tjón hafi orðið þegar flutningaskipið Akrafell strandaði á laugardag.

"Við eigum frábært starfsfólk en heldur lítið af því"

Ástæða er til að hafa áhyggjur af manneklu hjá Landhelgisgæslunni og ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún geti sinnt öllum atvikum sem upp koma, með fullum árangri, segir verkefnastjóri aðgerðasviðs.

Dælur hafa ekki undan

Talsverður sjór er í vél Akrafells sem misst hefur allt vélarafl og rafmagn.

Kapp lagt á að bjarga farmi Akrafells

Mikið af verðmætum frosnum fiski til útflutnings er í frystigámum um borð í Akrafelli sem ekki hafa fengið rafmagn frá því skipið strandaði.

Enn ráða dælur ekki við lekann

Unnið er að því um borð að setja upp skilrúm og koma í veg fyrir að sjórinn nái úr vélarrými skipsins. Kafarar vinna nú að því að meta stöðuna varðandi skemmdir á botni skipsins.

Akrafell komið í höfn

Skipið losnaði um miðnætti í nótt í kjölfar háflóðs og skipið Aðalsteinn dró það þá til hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×