Innlent

Stýrimaður sofandi þegar Akrafell strandaði

Akrafellið á strandstað.
Akrafellið á strandstað. Vísir/Gunnar Gunnarsson
Stýrimaður sem var á vakt þegar Akrafell strandaði undan Vatt­ar­nesi á laugardag viðurkenndi við skýrslutöku í gær að hafa verið sofandi.

Þetta staðfesti Jón Arelíus Ingólfsson, rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa, í samtali við Vísi. Skipið var á sjálfstýringu þegar það strandaði en lögreglan tók í gær skýrslur af skipstjóra, yfirstýrimanni og yfirvélstjóra en ekki liggur fyrir hvenær rannsókn verður lokið.

Skipverjar voru látnir blása í áfengismæla stuttu eftir strandið og var enginn undir áhrifum áfengis. Skipverjar eru allir erlendir ríkisborgarar , Rússar, Úkraínumenn og Litháar.

Hér má sjá feril Akrafells fyrir strandið.MARINETRAFFIC.COM

Tengdar fréttir

Tjónið óljóst

Forstjóri Samskipa, Pálmar Óli Magnússon, segist enga hugmynd hafa um hversu mikið tjón hafi orðið þegar flutningaskipið Akrafell strandaði á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×