Innlent

Allir skipverjar látnir blása í áfengismæli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Akrafell er enn í Eskifjarðarhöfn
Akrafell er enn í Eskifjarðarhöfn Vísir/Gunnar Gunnarsson
Rannsókn lögreglunnar á Eskifirði á því hvers vegna Akrafell strandaði á laugardagsmorgun miðar ágætlega að sögn Jónasar Wilhelmssonar Jensen, yfirlögregluþjóns.

„Skýrslutökur fóru fram í gær og nú er verið að fara nánar yfir upptökurnar af þeim,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn ljúki nákvæmlega, það sé nokkuð tímafrekt að fara yfir upptökurnar. Lögreglan tók skýrslur af skipstjóra, yfirstýrimanni og yfirvélstjóra.

Jónas segir að yfirstýrimaður hafi verið á vakt þegar skipið strandaði en getur ekki staðfest sögusagnir þess efnis að allir skipverjar hafi verið í fastasvefni.

„Ég get hins vegar staðfest að það er enginn grunur um ölvun um borð. Rannsóknarlögreglumaður fór með áfengismæli í skipið stuttu eftir að skipið strandaði og tók stöðuna á skipverjum. Það leiddi í ljós að enginn var undir áhrifum áfengis,“ segir Jónas.

Skipverjar eru allir erlendir ríkisborgarar, Rússar, Úkraínumenn og Litháar. Jónas segir ekki hægt að segja til um hvort taka þurfi fleiri skýrslur, það komi í ljós þegar búið verði að fara yfir framburð þeirra sem nú þegar hafa gefið skýrslu.

Hér má sjá feril Akrafells fyrir strandiðmarinetraffic.com

Tengdar fréttir

Tjónið óljóst

Forstjóri Samskipa, Pálmar Óli Magnússon, segist enga hugmynd hafa um hversu mikið tjón hafi orðið þegar flutningaskipið Akrafell strandaði á laugardag.

Kapp lagt á að bjarga farmi Akrafells

Mikið af verðmætum frosnum fiski til útflutnings er í frystigámum um borð í Akrafelli sem ekki hafa fengið rafmagn frá því skipið strandaði.

Akrafell komið í höfn

Skipið losnaði um miðnætti í nótt í kjölfar háflóðs og skipið Aðalsteinn dró það þá til hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×