SÞ þurfa rúman milljarð dala gegn ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2014 18:06 Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar segjast þurfa rúman milljarð dala, eða tæpa 120 milljarðar króna, til að sporna gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði háttsettur embættismaður innan SÞ að faraldurinn ætti sér enga hliðstæðu á okkar tímum.BBC segir að á fundinum hafi komið fram að minnst 4.985 einstaklingar hafi smitast af ebólu. Um helmingur þeirra hefur látið lífið. „Við báðum um 100 milljónir dala fyrir mánuði síðan og núna erum við að biðja um milljarð. Verkefni okkar hefur tífaldast í umfangi,“ sagði David Nabarro hjá SÞ á blaðamannafundinum. „Í sannleika sagt, dömur mínar og herrar, á ástandið sem við eigum við að etja sér enga hliðstæðu í nútímanum. Við vitum ekki hve háar tölurnar munu verða.“ Bandaríkin munu senda um þrjú þúsund hermenn til Líberíu, þar sem þeir munu byggja 17 móttökustöðvar fyrir smitaða, flytja birgðir til þeirra sem þurfa og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn. Læknar án landamæra kalla eftir því að önnur ríki heimsins fari eftir fordæmi Bandaríkjanna, en alþjóðasamfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð gegn útbreiðslu veirunnar. Fram kom á fundinum að læknar án landamæra hafi þurft að vísa smituðum frá í Líberíu þar sem öll umönnunarpláss hafi verið full. „Smitaðir einstaklingar hafa þurft að snúa aftur til síns heima, þar sem þeir smita aðra og halda dreifingu veirunnar áfram. Allt vegna skorts á alþjóðlegri aðstoð,“ sagði Joanne Liu, forseti lækna án landamæra. Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00 Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00 Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segjast þurfa rúman milljarð dala, eða tæpa 120 milljarðar króna, til að sporna gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði háttsettur embættismaður innan SÞ að faraldurinn ætti sér enga hliðstæðu á okkar tímum.BBC segir að á fundinum hafi komið fram að minnst 4.985 einstaklingar hafi smitast af ebólu. Um helmingur þeirra hefur látið lífið. „Við báðum um 100 milljónir dala fyrir mánuði síðan og núna erum við að biðja um milljarð. Verkefni okkar hefur tífaldast í umfangi,“ sagði David Nabarro hjá SÞ á blaðamannafundinum. „Í sannleika sagt, dömur mínar og herrar, á ástandið sem við eigum við að etja sér enga hliðstæðu í nútímanum. Við vitum ekki hve háar tölurnar munu verða.“ Bandaríkin munu senda um þrjú þúsund hermenn til Líberíu, þar sem þeir munu byggja 17 móttökustöðvar fyrir smitaða, flytja birgðir til þeirra sem þurfa og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn. Læknar án landamæra kalla eftir því að önnur ríki heimsins fari eftir fordæmi Bandaríkjanna, en alþjóðasamfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð gegn útbreiðslu veirunnar. Fram kom á fundinum að læknar án landamæra hafi þurft að vísa smituðum frá í Líberíu þar sem öll umönnunarpláss hafi verið full. „Smitaðir einstaklingar hafa þurft að snúa aftur til síns heima, þar sem þeir smita aðra og halda dreifingu veirunnar áfram. Allt vegna skorts á alþjóðlegri aðstoð,“ sagði Joanne Liu, forseti lækna án landamæra.
Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00 Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00 Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00
Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01
Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23
Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00
Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00