SÞ þurfa rúman milljarð dala gegn ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2014 18:06 Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar segjast þurfa rúman milljarð dala, eða tæpa 120 milljarðar króna, til að sporna gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði háttsettur embættismaður innan SÞ að faraldurinn ætti sér enga hliðstæðu á okkar tímum.BBC segir að á fundinum hafi komið fram að minnst 4.985 einstaklingar hafi smitast af ebólu. Um helmingur þeirra hefur látið lífið. „Við báðum um 100 milljónir dala fyrir mánuði síðan og núna erum við að biðja um milljarð. Verkefni okkar hefur tífaldast í umfangi,“ sagði David Nabarro hjá SÞ á blaðamannafundinum. „Í sannleika sagt, dömur mínar og herrar, á ástandið sem við eigum við að etja sér enga hliðstæðu í nútímanum. Við vitum ekki hve háar tölurnar munu verða.“ Bandaríkin munu senda um þrjú þúsund hermenn til Líberíu, þar sem þeir munu byggja 17 móttökustöðvar fyrir smitaða, flytja birgðir til þeirra sem þurfa og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn. Læknar án landamæra kalla eftir því að önnur ríki heimsins fari eftir fordæmi Bandaríkjanna, en alþjóðasamfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð gegn útbreiðslu veirunnar. Fram kom á fundinum að læknar án landamæra hafi þurft að vísa smituðum frá í Líberíu þar sem öll umönnunarpláss hafi verið full. „Smitaðir einstaklingar hafa þurft að snúa aftur til síns heima, þar sem þeir smita aðra og halda dreifingu veirunnar áfram. Allt vegna skorts á alþjóðlegri aðstoð,“ sagði Joanne Liu, forseti lækna án landamæra. Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00 Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00 Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segjast þurfa rúman milljarð dala, eða tæpa 120 milljarðar króna, til að sporna gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði háttsettur embættismaður innan SÞ að faraldurinn ætti sér enga hliðstæðu á okkar tímum.BBC segir að á fundinum hafi komið fram að minnst 4.985 einstaklingar hafi smitast af ebólu. Um helmingur þeirra hefur látið lífið. „Við báðum um 100 milljónir dala fyrir mánuði síðan og núna erum við að biðja um milljarð. Verkefni okkar hefur tífaldast í umfangi,“ sagði David Nabarro hjá SÞ á blaðamannafundinum. „Í sannleika sagt, dömur mínar og herrar, á ástandið sem við eigum við að etja sér enga hliðstæðu í nútímanum. Við vitum ekki hve háar tölurnar munu verða.“ Bandaríkin munu senda um þrjú þúsund hermenn til Líberíu, þar sem þeir munu byggja 17 móttökustöðvar fyrir smitaða, flytja birgðir til þeirra sem þurfa og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn. Læknar án landamæra kalla eftir því að önnur ríki heimsins fari eftir fordæmi Bandaríkjanna, en alþjóðasamfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð gegn útbreiðslu veirunnar. Fram kom á fundinum að læknar án landamæra hafi þurft að vísa smituðum frá í Líberíu þar sem öll umönnunarpláss hafi verið full. „Smitaðir einstaklingar hafa þurft að snúa aftur til síns heima, þar sem þeir smita aðra og halda dreifingu veirunnar áfram. Allt vegna skorts á alþjóðlegri aðstoð,“ sagði Joanne Liu, forseti lækna án landamæra.
Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00 Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00 Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Ebólufaraldurinn rétt að byrja Bandariskir vísindamenn áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði. 15. september 2014 12:00
Bandarískir hermenn til Afríku til að berjast við ebólu Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síðar í dag tilkynna um aðgerðir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miða að því að berjast við útbreiðslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. 16. september 2014 08:01
Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23
Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu. 8. september 2014 19:00
Auka viðbúnað vegna ebólu Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. 9. september 2014 07:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila