Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja nei Tryggvi Ólafsson skrifar 19. september 2014 04:41 Sambandssinnar fagna úrslitum kosninganna í Glasgow í nótt. vísir/ap Sambandssinnar báru sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað Skotlands frá Stóra-Bretlandi og því ljóst að 307 ára ríkjasamband Skotlands og Englands heldur velli. Eftir talningu atkvæða í öllum kjördæmunum 32 hlutu sambandssinnar rúm 55% atkvæða. Sjálfstæðissinnar unnu sigur í fjórum kjördæmum, þar á meðal í stærstu borginni Glasgow, þar sem Já-hreyfingin fékk rúm 57% atkvæða. Sambandssinnar náðu meirihluta í öðrum kjördæmum og unnu stórsigur í höfuðborginni Edinborg. Metþátttaka var í kosningunum. Á kjörskrá voru rúmar fjórar milljónir manna og var kjörsókn um 84%. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar Skotlands, 16 ára og eldri. Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, notaði Twitter til að þakka Glasgow veittan stuðning:Well done to Glasgow, our commonwealth city, and to the people of Scotland for such a incredible support — Alex Salmond (@AlexSalmond) September 19, 2014David Cameron hélt ávarp eftir að úrslit kosninganna voru ljós.vísir/apSambandssinnar höfðu mikla forystu í könnunum allt fram að lokasprettinum þegar heldur dró saman með fylkingunum og sýndu nokkrar kannanir á tímabili fram á nauman sigur sjálfstæðissinna. Báðar hópar ráku öfluga kosningabaráttu allt fram á síðustu stundu en óvissa um ýmis efnahagsmál, ekki síst gjaldmiðilsmál, eru talin hafa átt ríkan þátt í sigri Nei-sinna. Í ávarpi eftir að úrslitin voru ljós sagði David Cameron að Skotar þyrftu nú að slíðra sverðin og horfa saman fram á veginn.We have heard the voice of Scotland and now the millions of voices of England must also be heard. #IndyRef — David Cameron (@David_Cameron) September 19, 2014Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og Björn Sigurðsson tökumaður eru staddir í Skotlandi og tóku kjósendur tali á kjördag og kynntust báðum hliðum á þessu mikla hitamáli. Sundurliðuð úrslit kosninganna í Skotlandi má finna hér.#IndyRef Tweets Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Sambandssinnar báru sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað Skotlands frá Stóra-Bretlandi og því ljóst að 307 ára ríkjasamband Skotlands og Englands heldur velli. Eftir talningu atkvæða í öllum kjördæmunum 32 hlutu sambandssinnar rúm 55% atkvæða. Sjálfstæðissinnar unnu sigur í fjórum kjördæmum, þar á meðal í stærstu borginni Glasgow, þar sem Já-hreyfingin fékk rúm 57% atkvæða. Sambandssinnar náðu meirihluta í öðrum kjördæmum og unnu stórsigur í höfuðborginni Edinborg. Metþátttaka var í kosningunum. Á kjörskrá voru rúmar fjórar milljónir manna og var kjörsókn um 84%. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar Skotlands, 16 ára og eldri. Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, notaði Twitter til að þakka Glasgow veittan stuðning:Well done to Glasgow, our commonwealth city, and to the people of Scotland for such a incredible support — Alex Salmond (@AlexSalmond) September 19, 2014David Cameron hélt ávarp eftir að úrslit kosninganna voru ljós.vísir/apSambandssinnar höfðu mikla forystu í könnunum allt fram að lokasprettinum þegar heldur dró saman með fylkingunum og sýndu nokkrar kannanir á tímabili fram á nauman sigur sjálfstæðissinna. Báðar hópar ráku öfluga kosningabaráttu allt fram á síðustu stundu en óvissa um ýmis efnahagsmál, ekki síst gjaldmiðilsmál, eru talin hafa átt ríkan þátt í sigri Nei-sinna. Í ávarpi eftir að úrslitin voru ljós sagði David Cameron að Skotar þyrftu nú að slíðra sverðin og horfa saman fram á veginn.We have heard the voice of Scotland and now the millions of voices of England must also be heard. #IndyRef — David Cameron (@David_Cameron) September 19, 2014Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og Björn Sigurðsson tökumaður eru staddir í Skotlandi og tóku kjósendur tali á kjördag og kynntust báðum hliðum á þessu mikla hitamáli. Sundurliðuð úrslit kosninganna í Skotlandi má finna hér.#IndyRef Tweets
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira