Íslenski boltinn

Hólmbert í dönsku úrvalsdeildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmbert er kominn til Danmerkur.
Hólmbert er kominn til Danmerkur. Heimasíða Brondby
Danska úrvalsdeildarliðið Brøndby hefur fengið Hólmbert Aron Friðjónsson á láni frá skosku meisturunum í Glasgow Celtic.

Lánssamningurinn er til eins árs, en danska liðið á forkaupsrétt á íslenska framherjanum eftir að honum lýkur.

Hólmbert gekk í raðir Celtic frá Fram í nóvember á síðasta ári og skrifaði undir fjögurra ára samning við skoska stórveldið. Hann náði aldrei að spila keppnisleik með Celtic.

Hólmbert, sem skoraði tíu mörk í 21 deildarleik fyrir Fram sumarið 2013, er í íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Armeníu og Frakklandi á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×