Fótbolti

Dunga gerir Neymar að fyrirliða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar er gríðarlega vinsæll í heimalandinu.
Neymar er gríðarlega vinsæll í heimalandinu. Vísir/Getty
Dunga, nýráðinn þjálfari brasilíska landsliðsins í fótbolta, hefur gert stórstjörnuna Neymar að fyrirliða liðsins. Barcelona-maðurinn tekur við fyrirliðastöðunni af miðverðinum ThiagoSilva.

„Neymar er miðpunktur brasilísks fótbolta,“ sagði Dunga á blaðamannafundi í gær. „Hann er frábær í fótbolta og býr, þrátt fyrir ungan aldur, yfir mikilli reynslu.“

Dunga talaði um þrátt fyrir að Neymar væri orðinn fyrirliði þyrftu fleiri leikmenn að sýna leiðtogahæfileika.

„Þegar við höfum orðið heimsmeistarar höfum við alltaf haft nokkra leiðtoga. Við þurfum fleiri slíka.“

Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Neymar þegar leikið 54 landsleiki og skorað 35 mörk. Hann skoraði fjögur mörk á HM í Brasilíu, en missti af undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi sem heimamenn töpuðu með sjö mörkum gegn einu.

Brasilía mætir Kólumbíu í fyrsta leik sínum eftir HM í nótt.


Tengdar fréttir

Dunga: Eigum að nota Neymar eins og Pele

Dunga sem tók við brasilíska landsliðinu í fótbolta að loknu heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Brasilíu í sumar segir að Brasilía ætti að nota Neymar, stærstu stjörnu sína, sem falska níu til að ná sem mestu út úr honum.

Romario vill knattspyrnuforystuna í fangelsi

Gamla fótboltagoðsögnin, Romario, fer hörðum orðum um knattspyrnuforystuna í Brasilíu og heimtar að þeir sem ráða ferðinni í fótboltanum í landinu verði settir á bak við lás og slá.

Dunga tekur við Brasilíu á ný

Dunga hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Brasilíu. Hann tekur við af Luiz Felipe Scolari sem hætti eftir HM fyrr í sumar.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×