Fótbolti

Romario vill knattspyrnuforystuna í fangelsi

Arnar Björnsson skrifar
Romario fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum.
Romario fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum. vísir/getty
Gamla fótboltagoðsögnin, Romario, fer hörðum orðum um knattspyrnuforystuna í Brasilíu og heimtar að þeir sem ráða ferðinni í fótboltanum í landinu verði settir á bak við lás og slá.  

Romario varð markakóngur á HM 1994 þegar Brasilía varð heimsmeistari. Eftir að hann lagði skóna á hilluna snéri hann sér að stjórnmálum og á sæti á brasilíska þinginu.

Romario segir knattspyrnuforystuna í Brasililíu gjörspillta en ábyrgð knattspyrnuliðanna sé mikil því þau kjósi „gamla liðið“ aftur og aftur.

„Þeir sem stjórna hafa ekkert vit á íþróttinni, geta varla sparkað í bolta en stjórni hreyfingunni úr lúxusbátum sínum á meðan peningarnir streyma inná reikninga þeirra," segir kappinn.    

Romario gagnrýnir peningasukkið en kostnaður Brasilíumanna við keppnishaldið er 11 milljarðar bandaríkjadala.  

„Forsetinn, Dilma Rousseff, afhendir bikarinn á sunnudaginn en við sitjum uppi með alltof stóra fótboltavelli," segir framherjinn smávaxni sem skoraði 55 mörk í 70 leikjum með brasilíaska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×