Enski boltinn

Óvíst með þátttöku Henderson í kvöld

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jordan Henderson í æfingarleik á dögunum.
Jordan Henderson í æfingarleik á dögunum. Vísir/getty
Jordan Henderson, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins í knattspyrnu, er tæpur fyrir leik Englands og Sviss í kvöld en hann meiddist á æfingu enska landsliðsins í gær.

Henderson sneri sig á ökkla á æfingunni og þurfti að hætta á miðri æfingu en samkvæmt enskum miðlum er ekki útilokað að hann geti tekið þátt í leiknum í kvöld sem fer fram í Basel.

Um er að ræða fyrsta leik liðanna í E-riðli í undankeppni Evrópumótsins 2016.

Henderson er annar leikmaður Liverpool sem meiddist á æfingum enska landsliðsins en framherji liðsins, Daniel Sturridge, meiddist á dögunum og verður frá næstu 2-3 vikurnar.

Leikur Sviss og Englands er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD í kvöld og hefst útsending klukkan 18.35.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×