Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2014 10:17 Bandaríska blaðamanninum James Foley var rænt í Sýrlandi í nóvember 2012. Vísir/AP „Við biðjum mannræningjana um að þyrma lífi hinna gíslanna. Alveg eins og Jim, þá eru þeir saklausir. Þeir hafa enga stjórn á stefnu Bandaríkjanna í Írak, Sýrlandi eða annars staðar í heiminum,“ segir móðir bandaríska blaðamannsins James Foley.Liðsmenn IS birtu í gær myndband af grímuklæddum liðsmanni IS sem hálsheggur mann í appelsínugulum samfestingi sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn James Foley. Foley hafði verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá árinu 2012. Böðullinn í myndbandinu talar ensku, að því er virðist með breskum hreim, og segir aftökuna vera svar samtakanna við ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að fyrirskipa loftárásir gegn liðsmönnum samtakanna fyrir tólf dögum síðan. Varar hann jafnframt við frekari aftökum haldi Bandaríkjaher árásum sínum áfram, þar með talið á manni sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn Steven Sotloff. Í myndbandinu sést hvernig Foley er látinn lesa yfirlýsingu þar sem hann kennir Bandaríkjunum um eigin dauða. Foley var rænt nærri sýrlenska bænum Taftanaz í nóvember 2012 þar sem hann fjallaði um tilraun uppreisnarafla til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Upphaflega var talið að Foley hafi verið rænt af sveitum á bandi Assads forseta. Foley starfaði fyrir bandaríska miðilinn Stars and Stripes.Í grein Guardian segir að móðir Foley hafi gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði son sinn hafa fórnað lífi sínu til að varpa ljósi á þjáningu Sýrlendinga. Hvatti hún jafnframt mannræningjana til að sleppa öðrum gíslum. „Hann var einstakur sonur, bróðir, fréttamaður og manneskja,“ sagði móðir Foley, og bætti við að hún hafi aldrei verið stoltari af syni sínum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Foley var rænt, en árið 2011 var honum haldið föngnum í Líbíu þegar hann hann flutti fréttir af uppreisninni gegn Muammar Gaddafi, þáverandi Líbíuforseta. Foley var þó sleppt sex vikum síðar af hersveitum á bandi Gaddafis. Obama hefur ekki sagt til um tímaramma varðandi árásir Bandaríkjahers gegn IS-liðum í Írak, en Bandaríkjaher hefur nú ráðist á níutíu skotmörk tengdum IS. Flestar árásirnar hafa átt sér stað síðustu daga, nærri stíflunni við Mosul. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast enn vera að skoða myndbandið og að enn sé ekki hægt að útiloka að það sé falsað. Tengdar fréttir Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
„Við biðjum mannræningjana um að þyrma lífi hinna gíslanna. Alveg eins og Jim, þá eru þeir saklausir. Þeir hafa enga stjórn á stefnu Bandaríkjanna í Írak, Sýrlandi eða annars staðar í heiminum,“ segir móðir bandaríska blaðamannsins James Foley.Liðsmenn IS birtu í gær myndband af grímuklæddum liðsmanni IS sem hálsheggur mann í appelsínugulum samfestingi sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn James Foley. Foley hafði verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá árinu 2012. Böðullinn í myndbandinu talar ensku, að því er virðist með breskum hreim, og segir aftökuna vera svar samtakanna við ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að fyrirskipa loftárásir gegn liðsmönnum samtakanna fyrir tólf dögum síðan. Varar hann jafnframt við frekari aftökum haldi Bandaríkjaher árásum sínum áfram, þar með talið á manni sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn Steven Sotloff. Í myndbandinu sést hvernig Foley er látinn lesa yfirlýsingu þar sem hann kennir Bandaríkjunum um eigin dauða. Foley var rænt nærri sýrlenska bænum Taftanaz í nóvember 2012 þar sem hann fjallaði um tilraun uppreisnarafla til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Upphaflega var talið að Foley hafi verið rænt af sveitum á bandi Assads forseta. Foley starfaði fyrir bandaríska miðilinn Stars and Stripes.Í grein Guardian segir að móðir Foley hafi gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði son sinn hafa fórnað lífi sínu til að varpa ljósi á þjáningu Sýrlendinga. Hvatti hún jafnframt mannræningjana til að sleppa öðrum gíslum. „Hann var einstakur sonur, bróðir, fréttamaður og manneskja,“ sagði móðir Foley, og bætti við að hún hafi aldrei verið stoltari af syni sínum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Foley var rænt, en árið 2011 var honum haldið föngnum í Líbíu þegar hann hann flutti fréttir af uppreisninni gegn Muammar Gaddafi, þáverandi Líbíuforseta. Foley var þó sleppt sex vikum síðar af hersveitum á bandi Gaddafis. Obama hefur ekki sagt til um tímaramma varðandi árásir Bandaríkjahers gegn IS-liðum í Írak, en Bandaríkjaher hefur nú ráðist á níutíu skotmörk tengdum IS. Flestar árásirnar hafa átt sér stað síðustu daga, nærri stíflunni við Mosul. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast enn vera að skoða myndbandið og að enn sé ekki hægt að útiloka að það sé falsað.
Tengdar fréttir Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28