Erlent

Morðingjar Foleys kröfðust 132 milljóna dollara lausnargjalds

Randver Kári Randversson skrifar
James Foley.
James Foley. Vísir/AFP
Vinnuveitandi bandaríska blaðamannsins James Foleys, sem tekinn var af lífi af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki fyrr í vikunni, hefur upplýst að samtökin hafi krafist 132 milljóna dollara lausnargjalds fyrir Foley á síðasta ári.

Á vef CNN er haft eftir forstjóra vefsíðunnar Global Post að fyrirtækið hafi aldrei tekið lausnargjaldskröfuna alvarlega sökum þess hversu há hún var. Íslamskt ríki hafi farið fram á mun lægri upphæðir fyrir aðra gísla. Aldrei hafi farið fram neinar samningaviðræður við samtökin.

Formleg rannsókn er nú hafin í Bandaríkjunum á dauða Foleys  og hefur Eric Holder, dómsmálaráðherra lýst því yfir að rannsóknin verði mjög víðtæk. Bandaríkjamenn muni ekki gleyma þessum atburði og að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar.

Þá vinna Bretar einnig að því að bera kennsl á manninn sem kom fram í myndbandinu sem sýnir aftöku Foleys og talaði þar með breskum hreim. 


Tengdar fréttir

Leit hafin að „Svarta bítlinum“

Maður sem var áður haldið í gíslingu í Sýrlandi segir böðulinn vera vel menntaðan Breta sem hafi gengið undir nafninu „John“.

Skilaboðin eru skýr

Samtökin Íslamskt ríki hóta að taka annan bandarískan blaðamann af lífi láti Bandaríkjamenn ekki af loftárásum sínum á Írak. Forsætisráðherra Breta segir nauðsynlegt að leita allra leiða til að stöðva samlanda sína í því að ganga til liðs við hin grimmilegu samtök.

Bandaríkjaher reyndi að bjarga Foley

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, heimilaði í síðustu viku sérstakar aðgerðir til að frelsa bandaríska gísla í haldi samtakanna Íslamskt ríki í Írak, eftir að upplýsingar lágu fyrir um þeir væru í hættu. Aðgerðirnar mistókust þar sem ekki tókst að staðsetja gíslana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×