Erlent

Kúrdar reka IS-liða úr þremur borgum

Atli Ísleifsson skrifar
Peshmerga-sveitir Kúrda nutu aðstoðar írakska flughersins í aðgerðum dagsins.
Peshmerga-sveitir Kúrda nutu aðstoðar írakska flughersins í aðgerðum dagsins. Vísir/AFP
Hersveitir Kúrda hafa með aðstoð írakska flughersins endurheimt þrjár borgir norður af höfuðborginni Bagdad úr höndum IS-liða. Átök standa nú yfir milli hersveita Kúrda og vígasveita IS í fleiri borgum.

Borgirnar þrjár eru á Jalawla-svæðinu, um 150 kílómetrum norðaustur af Bagdad. Hersveitir Kúrda náðu einnig að endurheimta hernaðarlega mikilvægan veg sem IS-liðar hafa notað til að flytja vígasveitir sínar og vopn.

Í frétt JP segir að samstarf hersveita Kúrda og írakska stjórnarhersins hafi verið lítið síðustu ár, en aukist síðustu mánuði vegna uppgangs IS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×