Enski boltinn

Pellegrini um Jovetic: Hann á þetta skilið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stevan Jovetic.
Stevan Jovetic. Vísir/Getty
Manuel Pellegrini var ánægður fyrir hönd Svartfellingsins Stevan Jovetic sem skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Englandsmeistara Manchester City á móti Liverpool í kvöld.

Stevan Jovetic skoraði þrjú mörk á öllu síðasta tímabili en sýndi hversu öflugur hann er með því að skora tvö góð mörk á Ethida-leikvanginum í kvöld.

„Hann var mjög óheppinn á síðasta tímabili þegar hann var alltaf að meiðast. Það var því mjög erfitt fyrir hann að spila tvo eða þrjá leiki í röð. Hann hefur hinsvegar verið þolinmóður og lagt mikið á sig til að koma til baka," sagði Manuel Pellegrini við BBC.

„Við keyptum hann af því að hann er mjög góður leikmaður. Hann átti gott undirbúningstímabil og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann á þetta skilið," sagði Pellegrini.

„Við unnum vel allan tímann og við vorum að mæta góðu liði. Við vorum duglegir án bolta í 95 mínútur og sköpuðum nægilega hættu til þess að skora þrjú mörk," sagði Manuel Pellegrini um leikinn sjálfan.

Vísir/Getty

Tengdar fréttir

City-menn sýndu styrk sinn gegn Liverpool

Englandsmeistarar Manchester City sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna 3-1 sigur á Liverpool þegar tvö efstu lið síðasta tímabils mættust á á Ethidad-leikvanginum í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×