Enski boltinn

Brendan Rodgers: Við vorum betra liðið þar til að þeir skora

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að horfa upp á sína menn tapa 1-3 á móti Manchester City í kvöld í uppgjöri tveggja efstu liðanna frá síðasta tímabili.

Liverpool var lengi inn í leiknum en City-menn nýttu sér mistök í vörn þeirra og skoruðu fyrsta markið á besta tíma eða rétt fyrir hálfleik. City-liðið komst síðan í 3-0 áður en Liverpool minnkaði muninn í lokin.

„Við vorum betra liðið í leiknum þar til að þeir skoruðu. Við misstum einbeitinguna í lok fyrri hálfleiks og gáfum þeim í raun tvö mörk. Annað markið þeirra kom eftir flott spil en við spiluðum slakan varnarleik í þriðja markinu. Við vorum að ná aftur upp einbeitingu og fara að hugsa um næstu helgi," sagði Brendan Rodgers við BBC eftir leikinn.

„Það er of snemmt að dæma liðið út frá þessum leik. Við munum verða betri og betri eftir því sem líður á tímabilið," sagði Rodgers.






Tengdar fréttir

City-menn sýndu styrk sinn gegn Liverpool

Englandsmeistarar Manchester City sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna 3-1 sigur á Liverpool þegar tvö efstu lið síðasta tímabils mættust á á Ethidad-leikvanginum í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×