Enski boltinn

Johnson og Moreno meiddust báðir í gærkvöldi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alberto Moreno á fullri ferð fyrir meiðslin í gær.
Alberto Moreno á fullri ferð fyrir meiðslin í gær. vísir/getty
Liverpool metur hversu alvarleg meiðsli varnarmannanna GlensJohnsons og AlbertoMoreno eru í dag, en báðir meiddust í 3-1 tapinu gegn Manchester City í gærkvöldi.

Johnson haltraði af velli seint í seinni hálfleiknum og þurfti Liverpool því að klára leikinn með ellefu menn, og þá sneri Moreno upp á ökklann undir lok leiksins.

Hann hefði líklega verið tekinn út af líka ef Liverpol hefði ekki þá þegar verið orðið manni færra á móti meisturunum.

Moreno var að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool eftir tólf milljóna punda kaup félagsins á honum frá Sevilla. Spánverjinn átti stök á fyrsta marki leiksins sem StefanJovetic skoraði.

Jovetic bætti við öðru marki áður en Sergio Agüero skoraði það þriðja, en PabloZabaleta varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í liði Manchester City. Meistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir, en Liverpool þrjú stig.


Tengdar fréttir

City-menn sýndu styrk sinn gegn Liverpool

Englandsmeistarar Manchester City sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna 3-1 sigur á Liverpool þegar tvö efstu lið síðasta tímabils mættust á á Ethidad-leikvanginum í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Pellegrini um Jovetic: Hann á þetta skilið

Manuel Pellegrini var ánægður fyrir hönd Svartfellingsins Stevan Jovetic sem skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Englandsmeistara Manchester City á móti Liverpool í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×