Enski boltinn

Carragher hefur áhyggjur af varnarleik Liverpool

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lovren reynir hér að stöðva fyrsta mark Manchester City í leiknum.
Lovren reynir hér að stöðva fyrsta mark Manchester City í leiknum. Vísir/Getty
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, hefur áhyggjur af því að varnarleikur liðsins eigi eftir að kosta liðið. Carragher sem er einn af sérfræðingum SkySports í vetur tók fyrir varnarleik Liverpool leiknum gegn Manchester City í gær.

Liverpool rétt missti af Englandsmeistaratitlinum á síðasta tímabili þrátt fyrir að hafa fengið á sig 50 mörk í 38 leikjum. Lagði Brendan Rodgers áherslu á að styrkja varnarleikinn í sumar og hefur liðið þegar fengið til liðs við sig Dejan Lovren, Alberto Moreno og Javier Manquillo.

„Þeir verða að loka svæðunum betur. Þetta gerðist líka gegn Southampton, Lovren og Martin Skrtel voru ekki nægjanlega hreyfanlegir og það myndaðist mikið pláss í vítateignum,“ sagði Carragher.

„Það voru sömu vandamál hjá Liverpool í gær og kostuðu liðið titilinn á síðasta tímabili. Eftir tvo leiki er liðið búið að fá á sig fjögur mörk og það er vandamál sem þeir þurfa að laga. Þeir eru með eitt af bestu sóknarliðum deildarinnar en þeir verða að stöðva þessi mörk sem þeir eru að fá sig.“


Tengdar fréttir

City-menn sýndu styrk sinn gegn Liverpool

Englandsmeistarar Manchester City sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna 3-1 sigur á Liverpool þegar tvö efstu lið síðasta tímabils mættust á á Ethidad-leikvanginum í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×