Innlent

Gusuðu ísköldu vatni yfir kennarana sína

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Börnunum leiddist ekki uppátækið.
Börnunum leiddist ekki uppátækið. Vísir/VALGARÐUR
Nemendur Alþjóðaskólans í Garðabæ duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu að hella ísköldu vatni yfir kennarana sína í dag en uppátækið, hin svokallað Ísfötuáskorun, hefur farið sem eldur í sinu um netheima.

Alls tóku 30 nemendur, 13 kennarar og 4 foreldrar þátt í áskoruninni í blíðviðrinu í dag, þar á meðal sjálfur skólastjórinn, Hanna Hilmarsdóttir.

Krakkarnir voru með þessu að vekja athygli á Norrænu ráðstefnunni um MND/ALS sem fram fer á Grand hoteli um helgina en viðstaddur athöfnina á skólalóðinni var Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi.

„Þetta gekk allt saman mjög vel og það var mjög gaman að sjá krakkana pína kennarana sína,“ segir Guðjón og bætir við að krakkarnir hafi verið í skýjunum með uppátækið.

Krakkarnir vöktu ekki einungis athygli á þinginu um helgina heldur bættu um betur og færðu MND-félaginu 35 nuddtæki, eitt handa hverjum þeim sem talin er vera með sjúkdóminn á landinu. Þá færðu þau einnig félaginu sérstakar vatnsflöskur og foreldrafélag og kennarar skólans létu einnig fé af hendi rakna til handa MND-félaginu. 

„Svo snérist leikurinn við og kennarnarnir fengu að skvetta ísköldu vatni á nemendur sína. Þetta var því sæt hefnd á báða bóga,“ segir Guðjón.

Nemendur í fimmta til sjöunda bekk skólans var einnig sýnt myndband sem útskýrði ísfötuherferðina og þau áhrif sem hún hefur um allan heim. Myndbandið sem þau horfðu á má nálgast hér að neðan.

Justin Shouse, kennari við skólann, tekur ískalda sjálfsmynd.Vísir/VALGARÐUR
Enginn er verri þó hann vökni.Vísir/VALGARÐUR

Tengdar fréttir

Beckham ber að ofan í ísbaði

Kyntröllið David Beckham er sá nýjasti til þess að birta myndband af sér að láta hella yfir sig ísköldu vatni.

Star Wars-stjörnur í köldu vatni

Harrison Ford fór eftirminnilega með hlutverk Han Solo í Star Wars-myndunum en núna er hann nýjasti til þess að taka Ísfötuáskoruninni.

Chris Pratt vildi detta í það í staðinn

Stórleikarinn ákvað í staðinn fyrir að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni að drekka litla flösku af svonefndu Ice Vodka og eina flösku af Smirnoff Ice í einum rykk

Cara Delevingne í kaldri sturtu

Ofurfyrirsætan gerir sér lítið fyrir og fær til liðs við sig tvær vinkonur sínar til þess að hella ísköldu vatni á sig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.