Enski boltinn

Long líklega til Southampton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Long fagnar marki með Hull á síðustu leiktíð.
Long fagnar marki með Hull á síðustu leiktíð. Vísir/Getty
Samkvæmt frétt Daily Mail hefur Hull City samþykkt tilboð Southampton upp á tólf milljónir punda í framherjann Shane Long. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, vill fá Long til að styðja við bakið á Graziano Pelle, sem var keyptur til Dýrlinganna frá Feyenoord í sumar.

Þessar fréttir koma kannski einhverjum í opna skjöldu, en Long kom til Hull frá West Brom fyrir sjö milljónir punda í síðasta janúarglugga. Írski framherjann skoraði fjögur mörk í 15 deildarleikjum fyrir Hull á síðasta tímabili.

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, hefur áhuga á Fabio Borini og lítur svo á að hann geti fyllt skarð Long. Borini spilaði sem lánsmaður með Sunderland á síðustu leiktíð og Gus Poyet, stjóri Svörtu kattanna, hefur einnig hug á að semja við ítalska framherjann.


Tengdar fréttir

Schneiderlin og Rodriguez orðaðir við Tottenham

Samkvæmt Press Association Sport er Tottenham í viðræðum við Southampton um kaupa á franska miðjumanninum Morgan Schneiderlin og enska sóknarmanninum Jay Rodriguez. Félagið hefur þegar selt sex sterka leikmenn í sumar.

Enski boltinn: Sumarið hjá Southampton

Sumarið hjá Southampton hefur verið ein sorgarsaga, en í kjölfarið á frábærum árangri síðustu leiktíðar hefur hver skrautfjöðurin á fætur verið plokkuð af liðinu.

Southampton og Inter íhuga leikmannaskipti

Samkvæmt ítalska dagblaðinu Gazzetta dello Sport munu Southampton og Internazionale skipta á framherjanum Daniel Osvaldo og miðjumanninum Sapher Taider.

Southampton búið að finna arftaka Shaw

Southampton gekk frá lánssamningi við Ryan Bertrand í kvöld en honum er ætlað að fylla skarð Luke Shaw sem gekk til liðs við Manchester United á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×