Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan á toppinn Anton Ingi Leifsson á Vodafone-vellinum skrifar 15. ágúst 2014 16:50 Vísir/Arnþór Stjörnumenn unnu enn einn sigurinn þegar liðið sigraði Val fagmannlega á útivelli í kvöld, en lokatölur urðu 1-2, eftir að Stjörnumenn höfðu leitt 0-1 í hálfleik. Leikurinn í kvöld var fimmtándi leikur Stjörnunnar í sumar í Pepsi-deildinni og hafa þeir ekki tapað leik; unnið tíu og gert fimm jafntefli Toppsætið er Stjörnunnar. Þeir kláruðu þennan leik í kvöld ansi fagmannlega, en Arnar Már Björgvinsson lék á alls oddi á hægri kantinum og lagði upp eitt og skoraði annað. Gestirnir úr Garðabæ spiluðu leikinn bara á þeim krafti sem til þurfti til þess að sækja stigin þrjú. Valsmenn urðu fyrir áfalli rétt fyrir leikinn þegar í ljós kom að Daði Bergsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Halldór Hermann Jónsson kom inn í liðið í hans stað, en það virtist ekki koma að sök í byrjun leiks. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti fyrstu tuttugu mínúturnar og voru með yfirhöndina. Eftir það tóku hins vegar Stjörnumenn leikinn hægt og rólega yfir og pressuðu meira og meira á Valsmenn. Fjalar Þorgeirsson þurfti nokkrum sinnum að taka á stóra sínum, en inn vildi boltinn ekki og virtist stefna í að það væri markalaust í hálfleik, en svo var ekki. Arnar Már Björgvinsson fékk boltann fyrir utan teig fjórum mínútum fyrir hálfleik og þrumaði boltanum í netið. Þeir bláklæddu úr Garðabænum komnir yfir. Í upphafi síðari hálfleiks var svipaður neisti í liði Vals og í byrjun leiks; góðar fyrirgjafir og þeir pressuðu á Stjörnumenn. Stjörnumenn eru bara svo baneitraðir í skyndisóknum sínum og þeir gerðu út um leikinn á 53. mínútu. Arnar Már Björgvinsson fékk boltann á hægri vængnum, gaf frábæra sendingu fyrir markið þar sem Rolf Toft kom aðvífandi og ýtti boltanum yfir línuna framhjá varnarlausum Fjalari Þorgeirssyni. Eftir það dó leikurinn dálítið. Stjarnan skipti þremur mönnum inná; Veigari Páli Gunnarssyni, Garðari Jóhannssyni og Atla Jóhannssyni. Ekki amalegar skiptingar þar og þeir bara einfaldlega kláruðu leikinn virkilega fagmannlega. Stjörnumenn fengu fleiri færi til að bæta við marki, en þriðja og síðasta mark leiksins kom Valsmegin þegar Patrick Pedersen skoraði með þrumufleyg í uppbótartíma. Lokatölur 1-2. Sigurinn í kvöld var ansi fagmannlegur hjá Stjörnunni. Þeir gerðu það sem þurftu í kvöld og tylltu sér á toppinn tímabundið að minnsta kosti, en keppinautar þeirra í toppbaráttunni, FH, eiga ekki leik fyrr em á miðvikudag. Það var ansi mikilvægt hjá Stjörnunni að vinna þennan leik og greinilegt að þjálfarateymið hefur náð að einblína einungis á þennan leik, en ekki þann næsta sem er stærsti leikur í sögu Stjörnunnar; Inter á Laugardalsvelli. Valsmenn eru hins vegar á svipuðum stað og undanfarin ár. Ekki að berjast um neitt og tímabilið nánast búið í ágúst. Liðið er með 21 stig í fimmta sæti deildarinnar og er fimm stigum á eftir KR og Víking Reykjavík sem er í sætunum fyrir ofan og þau lið eiga einnig leik til góða. Það þarf eitthvað mikið að gerast svo Hlíðarendapiltar nái í Evrópusæti.Jóhann Laxdal: Draumur í dós „Valsmenn byrjuðu af krafti, en þegar líða fór á fyrri hálfleikinn þá fannst við taka yfir," sagði Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunnar, við Vísi í leikslok. „Við náðum góða kafla eftir erfiða byrjun, en mér fannst dálítil værukærð í síðari hálfleiknum. Mér fannst við ná að stjórna leiknum og stigin þrjú eru fyrir öllu. Þau eru dýrmæt." „Ég held að það hafi verið einbeiting og vinnusemi sem var lykilatriði að við unnum hér. Það er erfitt að koma hingað og taka þrjú stig, sérstaklega í allri þessari baráttu sem við erum í," sem segist ánægður með varnarleikinn það sem af er tímabilinu. „Við erum búnir að bæta varnarleikinn til muna og vonandi höldum við því áfram," en Stjörnumenn eru komnir á toppinn og segir Jóhann að Garðbæingum líði vel þar. „Okkur líður vel á toppnum og núna setjum við pressu á hin liðin. Nú þurfa þau að elta okkur." Stjarnan mætir Inter á miðvikudaginn og segir Jóhann Stjörnumenn nú horfa til miðvikudagsins. „Núna getur maður lagt þennan leik til hliðar og farið að einbeita sér að ævintýrinu. Þetta er draumur í dós," sagði bakvörðurinn síkáti, Jóhann Laxdal, í leikslok.Magnús Gylfason: Stjörnumenn refsuðu okkur illilega „Mér fannst við spila ágætlega á löngum köflum. Við unnum ekki leikinn og þess vegna sitjum við uppi með engin stig," sagði ósáttur Magnús Gylfason, þjálfari Vals, í leikslok. „Við hefðum þurft að nýta betur þessi færi sem við fengum og spila af örlítið meiri krafti. Það vantaði herslumuninn á meðan Stjörnumenn voru skynsamir og refsuðu okkur illilega þegar við gerðum mistök," sem var ósáttur að fá á sig mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. „Það var alveg skelfilegt. Þeir áttu fyrstu sóknina sína eftir tuttugu mínútur og þetta var þeirra fyrsta hálffæri, en við vorum sofandi og þetta var þrumuskot. Þeir refsa og eru mjög öflugir í því, en mér fannst við spila heilt yfir ágætlega." Daði Bergsson hefur komið frískur inn í lið Vals undanfarið. Hann átti að vera í byrjunarliðinu í kvöld, en svo var ekki. Á því var auðveld skýring. „Hann var ekki klár í slaginn. Hann var klár á æfingu í gær, en í upphitun fann hann til í lærinu og hann gat ekki spilað." „Við komum grimmir inn í síðari hálfleikinn og fengum tvö til þrjú tækifæri til að jafna, en það tókst ekki. Þá fengum við annað mark í andlitið og þá er staðan orðin erfið. Við héldum áfram að sækja og þeir björguðu á línu meðal annars." „Við reyndum og gerðum breytingar, en það tókst ekki. Stjörnuliðið er bara gott og þeir refsuðu okkur í dag. Það verður bara vera þannig," sagði Magnús og var að lokum aðspurður afhverju Mads Nielsen hvarf heim á leið á dögunum, en miðvörðurinn hefur spilað með Val í sumar. „Hann vildi fara heim og við vorum ekkert að standa í vegi fyrir því," sagði Magnús að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Stjörnumenn unnu enn einn sigurinn þegar liðið sigraði Val fagmannlega á útivelli í kvöld, en lokatölur urðu 1-2, eftir að Stjörnumenn höfðu leitt 0-1 í hálfleik. Leikurinn í kvöld var fimmtándi leikur Stjörnunnar í sumar í Pepsi-deildinni og hafa þeir ekki tapað leik; unnið tíu og gert fimm jafntefli Toppsætið er Stjörnunnar. Þeir kláruðu þennan leik í kvöld ansi fagmannlega, en Arnar Már Björgvinsson lék á alls oddi á hægri kantinum og lagði upp eitt og skoraði annað. Gestirnir úr Garðabæ spiluðu leikinn bara á þeim krafti sem til þurfti til þess að sækja stigin þrjú. Valsmenn urðu fyrir áfalli rétt fyrir leikinn þegar í ljós kom að Daði Bergsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Halldór Hermann Jónsson kom inn í liðið í hans stað, en það virtist ekki koma að sök í byrjun leiks. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti fyrstu tuttugu mínúturnar og voru með yfirhöndina. Eftir það tóku hins vegar Stjörnumenn leikinn hægt og rólega yfir og pressuðu meira og meira á Valsmenn. Fjalar Þorgeirsson þurfti nokkrum sinnum að taka á stóra sínum, en inn vildi boltinn ekki og virtist stefna í að það væri markalaust í hálfleik, en svo var ekki. Arnar Már Björgvinsson fékk boltann fyrir utan teig fjórum mínútum fyrir hálfleik og þrumaði boltanum í netið. Þeir bláklæddu úr Garðabænum komnir yfir. Í upphafi síðari hálfleiks var svipaður neisti í liði Vals og í byrjun leiks; góðar fyrirgjafir og þeir pressuðu á Stjörnumenn. Stjörnumenn eru bara svo baneitraðir í skyndisóknum sínum og þeir gerðu út um leikinn á 53. mínútu. Arnar Már Björgvinsson fékk boltann á hægri vængnum, gaf frábæra sendingu fyrir markið þar sem Rolf Toft kom aðvífandi og ýtti boltanum yfir línuna framhjá varnarlausum Fjalari Þorgeirssyni. Eftir það dó leikurinn dálítið. Stjarnan skipti þremur mönnum inná; Veigari Páli Gunnarssyni, Garðari Jóhannssyni og Atla Jóhannssyni. Ekki amalegar skiptingar þar og þeir bara einfaldlega kláruðu leikinn virkilega fagmannlega. Stjörnumenn fengu fleiri færi til að bæta við marki, en þriðja og síðasta mark leiksins kom Valsmegin þegar Patrick Pedersen skoraði með þrumufleyg í uppbótartíma. Lokatölur 1-2. Sigurinn í kvöld var ansi fagmannlegur hjá Stjörnunni. Þeir gerðu það sem þurftu í kvöld og tylltu sér á toppinn tímabundið að minnsta kosti, en keppinautar þeirra í toppbaráttunni, FH, eiga ekki leik fyrr em á miðvikudag. Það var ansi mikilvægt hjá Stjörnunni að vinna þennan leik og greinilegt að þjálfarateymið hefur náð að einblína einungis á þennan leik, en ekki þann næsta sem er stærsti leikur í sögu Stjörnunnar; Inter á Laugardalsvelli. Valsmenn eru hins vegar á svipuðum stað og undanfarin ár. Ekki að berjast um neitt og tímabilið nánast búið í ágúst. Liðið er með 21 stig í fimmta sæti deildarinnar og er fimm stigum á eftir KR og Víking Reykjavík sem er í sætunum fyrir ofan og þau lið eiga einnig leik til góða. Það þarf eitthvað mikið að gerast svo Hlíðarendapiltar nái í Evrópusæti.Jóhann Laxdal: Draumur í dós „Valsmenn byrjuðu af krafti, en þegar líða fór á fyrri hálfleikinn þá fannst við taka yfir," sagði Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunnar, við Vísi í leikslok. „Við náðum góða kafla eftir erfiða byrjun, en mér fannst dálítil værukærð í síðari hálfleiknum. Mér fannst við ná að stjórna leiknum og stigin þrjú eru fyrir öllu. Þau eru dýrmæt." „Ég held að það hafi verið einbeiting og vinnusemi sem var lykilatriði að við unnum hér. Það er erfitt að koma hingað og taka þrjú stig, sérstaklega í allri þessari baráttu sem við erum í," sem segist ánægður með varnarleikinn það sem af er tímabilinu. „Við erum búnir að bæta varnarleikinn til muna og vonandi höldum við því áfram," en Stjörnumenn eru komnir á toppinn og segir Jóhann að Garðbæingum líði vel þar. „Okkur líður vel á toppnum og núna setjum við pressu á hin liðin. Nú þurfa þau að elta okkur." Stjarnan mætir Inter á miðvikudaginn og segir Jóhann Stjörnumenn nú horfa til miðvikudagsins. „Núna getur maður lagt þennan leik til hliðar og farið að einbeita sér að ævintýrinu. Þetta er draumur í dós," sagði bakvörðurinn síkáti, Jóhann Laxdal, í leikslok.Magnús Gylfason: Stjörnumenn refsuðu okkur illilega „Mér fannst við spila ágætlega á löngum köflum. Við unnum ekki leikinn og þess vegna sitjum við uppi með engin stig," sagði ósáttur Magnús Gylfason, þjálfari Vals, í leikslok. „Við hefðum þurft að nýta betur þessi færi sem við fengum og spila af örlítið meiri krafti. Það vantaði herslumuninn á meðan Stjörnumenn voru skynsamir og refsuðu okkur illilega þegar við gerðum mistök," sem var ósáttur að fá á sig mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. „Það var alveg skelfilegt. Þeir áttu fyrstu sóknina sína eftir tuttugu mínútur og þetta var þeirra fyrsta hálffæri, en við vorum sofandi og þetta var þrumuskot. Þeir refsa og eru mjög öflugir í því, en mér fannst við spila heilt yfir ágætlega." Daði Bergsson hefur komið frískur inn í lið Vals undanfarið. Hann átti að vera í byrjunarliðinu í kvöld, en svo var ekki. Á því var auðveld skýring. „Hann var ekki klár í slaginn. Hann var klár á æfingu í gær, en í upphitun fann hann til í lærinu og hann gat ekki spilað." „Við komum grimmir inn í síðari hálfleikinn og fengum tvö til þrjú tækifæri til að jafna, en það tókst ekki. Þá fengum við annað mark í andlitið og þá er staðan orðin erfið. Við héldum áfram að sækja og þeir björguðu á línu meðal annars." „Við reyndum og gerðum breytingar, en það tókst ekki. Stjörnuliðið er bara gott og þeir refsuðu okkur í dag. Það verður bara vera þannig," sagði Magnús og var að lokum aðspurður afhverju Mads Nielsen hvarf heim á leið á dögunum, en miðvörðurinn hefur spilað með Val í sumar. „Hann vildi fara heim og við vorum ekkert að standa í vegi fyrir því," sagði Magnús að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira