Enski boltinn

Rojo bað stuðningsmenn Sporting afsökunar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rojo í leik með argentínska landsliðinu.
Rojo í leik með argentínska landsliðinu. Vísir/getty
Marcos Rojo, varnarmaður Sporting Lisbon, baðst afsökunar í gær vegna hegðunnar sinnar undanfarna daga eftir að félagið hafnaði tilboði í hann frá Manchester United.

Rojo hætti að æfa með Sporting eftir að félagið hafnaði tilboði Manchester United og var hann settur í tímabundið bann hjá félaginu fyrir hegðun sína.

„Ég var pirraður yfir þessu og mér þykir þetta leitt. Ég mun mæta til æfinga á mánudaginn með liðinu. Ég er þakklátur Sporting sem gaf mér tækifærið á að koma til Evrópu að leika sínum tíma.“

Samkvæmt heimildum SkySports hefur Manchester United ekki gefið upp vonina að félagið geti gengið frá kaupunum á Rojo en Bruno Carvalho, forseti Sporting vill fá 30 milljónir fyrir argentínska varnarmanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×