Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Atli Ísleifsson skrifar 1. ágúst 2014 19:47 Ráðherrann segir mjög líklega muni skipa fleiri sendiherra áður en kjörtímabilinu lýkur, konur og karla. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, snúa út úr orðum hans um konur og sendiherrastöður sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann. Kristín ræddi málið í samtali við Vísi fyrr í dag. Gunnar Bragi segir í orðsendingu til Vísis að í viðtali hans við Fréttatímann hafi hann sagt að „það gæti verið að konur sækist síður eftir sendiherrastöðum þar sem slík störf kalla oft á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa.“ Segir Gunnar Bragi Kristínu tala um gamaldags hugsunarhátt og segi meðal annars að verið sé að verðlauna karlana. „Framkvæmdastjórinn kýs þannig að snúa út úr orðum mínum. Eins og fram kemur í orðum mínum þá segi ég „það gæti verið..“ og því ekki fullyrt um það enda veit ég þetta ekki.“ Ráðherrann segir það kannski lýsandi fyrir jafnréttisumræðuna að framkvæmdastýran horfi ekki á að í viðtalinu í Fréttatímanum sé jafnframt viðurkennt að þetta þurfi að laga. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í viðbót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“ Gunnar Bragi segist sakna þess að framkvæmdastýran sé ekki launarmiðaðri í stað þess að saka menn um gamaldags vinnubrögð og að vera að verðlauna karla og gera þannig lítið úr hæfileikum þeirra. „Þá hef ég ekki orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni frá því ég kom í ráðuneytið.“ Segir ráðherrann að áður en kjörtímbabilinu ljúki muni hann „mjög líklega skipa fleiri sendiherra, konur og karla.“ Tengdar fréttir „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, snúa út úr orðum hans um konur og sendiherrastöður sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann. Kristín ræddi málið í samtali við Vísi fyrr í dag. Gunnar Bragi segir í orðsendingu til Vísis að í viðtali hans við Fréttatímann hafi hann sagt að „það gæti verið að konur sækist síður eftir sendiherrastöðum þar sem slík störf kalla oft á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa.“ Segir Gunnar Bragi Kristínu tala um gamaldags hugsunarhátt og segi meðal annars að verið sé að verðlauna karlana. „Framkvæmdastjórinn kýs þannig að snúa út úr orðum mínum. Eins og fram kemur í orðum mínum þá segi ég „það gæti verið..“ og því ekki fullyrt um það enda veit ég þetta ekki.“ Ráðherrann segir það kannski lýsandi fyrir jafnréttisumræðuna að framkvæmdastýran horfi ekki á að í viðtalinu í Fréttatímanum sé jafnframt viðurkennt að þetta þurfi að laga. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í viðbót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“ Gunnar Bragi segist sakna þess að framkvæmdastýran sé ekki launarmiðaðri í stað þess að saka menn um gamaldags vinnubrögð og að vera að verðlauna karla og gera þannig lítið úr hæfileikum þeirra. „Þá hef ég ekki orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni frá því ég kom í ráðuneytið.“ Segir ráðherrann að áður en kjörtímbabilinu ljúki muni hann „mjög líklega skipa fleiri sendiherra, konur og karla.“
Tengdar fréttir „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27