„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2014 14:27 Kristín var í kjörbúð þegar Vísir hafði samband við hana vegna ummæla Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. „Þetta er fyrst og fremst gamaldags hugsunarháttur,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Fréttatímanum í morgun. Þar er fjallað um kynjahalla meðal sendiherra en fjórfalt fleiri karlar eru sendiherrar en konur, 28 karlar og 7 konur. Aðspurður um hvað valdi þessum mun segir Gunnar Bragi að hefð og vinnuumhverfið sé ef til vill helsta ástæða misréttisins. „Það er alveg hárrétt, að þetta lítur ekki vel út,“ segir Gunnar Bragi. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu.“ Spurður hver ástæðan fyrir því sé svarar hann: „Það er í raun kannski hefðin sem ræður því. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu.Vísir/HaraldurKristín Ástgeirsdóttir segir í samtali við Vísi að utanríkisþjónustan hafi lengi verið karllæg. Ekki sé langt síðan að fyrsta konan hafi verið skipuð sendiherra og töluvert sé enn óunnið í þessum efnum. Að mati Kristínar má kynjahallann reka að töluverðu leyti þess að sendiherrastörfin eru ekki auglýst laus til umsóknar. „Það er bara verið að verðlauna karlana, á því liggur ekki nokkur vafi – þó konum hafi auðvitað verið að fjölga á síðustu árum,“ segir Kristín. Hún segir oft gleymast í umræðunni að flutningsskyldan á hendur sendiherrum eigi einnig við maka þeirra - sem eru af báðum kynjum. „Þetta gildir því bæði um konur og karla. Makar sendirherra þurfa oftar en ekki að rífa sig upp með rótum – frá starfsferli sínum, fjölskyldu og vinum – og setjast að á nýjum stað. Fólk er orðið svo menntað í dag og oftar en ekki reynist erfitt fyrir makana að fá vinnu við hæfi þegar út er komið. Það gleymist því oft að flutningurinn á jafnt við um bæði kynin, sama af hvoru kyni sendirherrann er,“ segir Kristín. Sagnfræðingurinn Kristín gefur einnig lítið fyrir ummæli Gunnars Braga um sólarhringslangan vinnutíma, íslenskar húsmæður hafi unnið myrkranna á milli allt frá landnámi og því ætti þeim að reynast hægðarleikur að sendiherrast á öllum tímum sólahringsins. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst gamaldags hugsunarháttur,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Fréttatímanum í morgun. Þar er fjallað um kynjahalla meðal sendiherra en fjórfalt fleiri karlar eru sendiherrar en konur, 28 karlar og 7 konur. Aðspurður um hvað valdi þessum mun segir Gunnar Bragi að hefð og vinnuumhverfið sé ef til vill helsta ástæða misréttisins. „Það er alveg hárrétt, að þetta lítur ekki vel út,“ segir Gunnar Bragi. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu.“ Spurður hver ástæðan fyrir því sé svarar hann: „Það er í raun kannski hefðin sem ræður því. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu.Vísir/HaraldurKristín Ástgeirsdóttir segir í samtali við Vísi að utanríkisþjónustan hafi lengi verið karllæg. Ekki sé langt síðan að fyrsta konan hafi verið skipuð sendiherra og töluvert sé enn óunnið í þessum efnum. Að mati Kristínar má kynjahallann reka að töluverðu leyti þess að sendiherrastörfin eru ekki auglýst laus til umsóknar. „Það er bara verið að verðlauna karlana, á því liggur ekki nokkur vafi – þó konum hafi auðvitað verið að fjölga á síðustu árum,“ segir Kristín. Hún segir oft gleymast í umræðunni að flutningsskyldan á hendur sendiherrum eigi einnig við maka þeirra - sem eru af báðum kynjum. „Þetta gildir því bæði um konur og karla. Makar sendirherra þurfa oftar en ekki að rífa sig upp með rótum – frá starfsferli sínum, fjölskyldu og vinum – og setjast að á nýjum stað. Fólk er orðið svo menntað í dag og oftar en ekki reynist erfitt fyrir makana að fá vinnu við hæfi þegar út er komið. Það gleymist því oft að flutningurinn á jafnt við um bæði kynin, sama af hvoru kyni sendirherrann er,“ segir Kristín. Sagnfræðingurinn Kristín gefur einnig lítið fyrir ummæli Gunnars Braga um sólarhringslangan vinnutíma, íslenskar húsmæður hafi unnið myrkranna á milli allt frá landnámi og því ætti þeim að reynast hægðarleikur að sendiherrast á öllum tímum sólahringsins.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira