Enski boltinn

Ferna hjá Sanogo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sanogo skorar þriðja mark Arsenal í dag.
Sanogo skorar þriðja mark Arsenal í dag. Vísir/Getty
Alexis Sanchez lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal þegar liðið vann 5-1 stórsigur á Benfica á Emirates Cup í dag. Chile-maðurinn kom inn á sem varamaður á 75. mínútu.

Hann var þó ekki í aðalhlutverki í dag, heldur franski framherjinn Yaya Sanogo sem skoraði fernu fyrir Arsenal í leiknum.

Sanogo kom Lundúnaliðinu yfir á 26. mínútu og Joel Campell bætti svo við marki á þeirri 40.

Sanogo skoraði svo tvö mörk á tveimur mínútum undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 4-0 í leikhléi.

Frakkinn fullkomnaði fernuna á 49. mínútu, en Argentínumanninum Nicolas Gaitan tókst að minnka muninn áður en yfir lauk.

Byrjunarlið Arsenal var svoleiðis skipað:

Damian Martinez; Calum Chambers, Hector Bellerin, Nacho Monreal, Kieran Gibbs; Mathieu Flamini, Aaron Ramsey; Joel Campbell, Tomas Rosicky, Alex Oxlade-Chamberlain; Yaya Sanogo.

Mikel Arteta, Alexis Sanchez, Jack Wilshere, Santi Cazorla, Chuba Akpom, Ignasi Miquel og Francis Coquelin komu inn á sem varamenn í seinni hálfleik.

Valencia og Monaco gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik dagsins á mótinu.

Frakkarnir komust yfir með sjálfsmarki Ruben Vezo, en sjálfsmark Ricardo Carvahlo þýddi að staðan var jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Paco Alcacer kom spænska liðinu svo yfir á 69. mínútu, en Lucas Ocampos tryggði Monaco stig þegar hann jafnaði metin á 80. mínútu.

Kólumbíumaðurinn Falcao, leikmaður Monaco, lék sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Hann kom inn á sem varamaður fyrir Dimitar Berbatov á 72. mínútu.


Tengdar fréttir

Arsenal tapaði fyrir New York Red Bulls

Arsenal tapaði fyrir New York Red Bulls í æfingarleik í Bandaríkjunum í kvöld, en Bradley Wright-Phillips skoraði eina markið í fyrri hálfleik.

Debuchy genginn til liðs við Arsenal

Arsenal gekk frá kaupunum á franska bakverðinum Mathieu Debuchy frá Newcastle rétt í þessu en honum er ætlað að fylla í skarð Bacary Sagna.

Falcao að ná sér af meiðslunum

Falcao er í óða önn að verða klár og reiknar þjálfari Monaco með honum á Emirates Cup um næstu helgi.

Wilshere biðst afsökunar

Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, hefur beðist afsökunar á athæfi sínu í Las Vegas þar sem enski landsliðsmaðurinn var í fríi í sumar.hefur beðist afsökunar á athæfi sínu í Las Vegas þar sem enski landsliðsmaðurinn var í fríi í sumar.

Ospina til Arsenal

David Ospina, markvörður Nice, er á leð til Arsenal, en þetta staðfesti Nice nú undir kvöld.

Chambers til Arsenal

Calum Chambers er kominn til Arsenal fyrir 16 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×