Erlent

Orrustuflugvél skotin niður í Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin var skotin niður í austurhluta Úkraínu, nærri bænum Zhdanivka.
Vélin var skotin niður í austurhluta Úkraínu, nærri bænum Zhdanivka. Vísir/AFP
Orrustuflugvél úkraínska hersins var skotin niður í austurhluta Úkraínu fyrr í dag.

Á vef NRK segir að vélin hafi verið skotin niður á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem eru á bandi Rússlandsstjórnar, um 40 kílómetrum vestur af þeim stað sem MH-17 vél Malaysia Airlines var skotin niður í síðasta mánuði.

Talsmaður úkraínskra stjórnvalda segir uppreisnarmenn í borginni Donetsk bera ábyrgð á árásinni. Að sögn vitna eiga flugmennirnir að hafa náð að bjarga sér með því að skjóta sér úr vélinni með fallið til jarðar í fallhlífum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×