Erlent

Vopnahléinu á Gasa er lokið

Ísraelskur hermaður og skriðdreki við landamærin að Gasa.
Ísraelskur hermaður og skriðdreki við landamærin að Gasa. Vísir/AP
Hamas samtökin á Gasa hafa nú alfarið hafnað framlengingu á vopnahléinu sem tók gildi á þriðjudag. Því lauk klukkan fimm í morgun og skömmu síðar bárust fregnir frá Ísrael þess efnis að Hamas hefði skotið nokkrum eldflaugum inn í Ísrael.

Engar fregnir hafa borist af tjóni vegna þeirra og hersveitir Ísraela hafa enn ekki brugðist við.

Nú er talið að 1940 manns hafi látist á Gasa eftir að árásir Ísraela hófust í byrjun júlí. Þar af eru 1840 Palestínumenn, meirihlutinn óbreyttir borgarar, eða 1354, samkvæmt nýjum tölum frá Sameinuðu þjóðunum. 415 börn eru sögð hafa látist og 214 konur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.